Kolding dag 4 – Heimsókn til Horsens

Upp rann fimmtudagur, enn bjartur og fagur. Meiningin var að stíma til Horsens í heimsókn til Láru Bryndísar, Ágústs, barnahóps og aupairgellu.

Að vanda var ekki lagt af stað í sameiginlegt fyrr en Atli var búinn í vinnunni, semsagt klukkan þrjú. Eitthvað urðum við að gera af okkur fram að því og þar sem við átum tvisvar á veitingahúsi daginn áður ætluðum við allavega ekki að splæsa í svoleiðis þennan dag. Þannig að við sóttum Fífu og Finn og enn var farið í Føtex og keypt í pikknikk. Krakkarnir voru orðin alveg húkkt á Cocio kókómjólk í glerflöskum, Finni fundust flöskurnar líka svo flottar að hann heimtaði að taka eina slíka með heim.

Enn var samt kíkt í Vinspecialisten, Jón hafði rekið augun í spennandi bjór og svo keyptum við rósavín til að taka með okkur til gestgjafanna í Horsens. Vorum reyndar búin að hrifsa magnumflösku af borðinu:

rosé

Svona flösku.

Nema hvað, þegar við komum að borðinu sagði konan að hún yrði að vara okkur við. Þessi flaska nefnilega kostaði um 500 danskar krónur. Jújú, magnum kostar yfirleitt meira en tvær af venjulegri stærð þó innihaldið sé hið sama en þarna kostaði magnum stærðin tvöfalt meira en tvær venjulegar. Svo mikið langaði okkur nú ekki til að koma með stóru flöskuna! Þannig að henni var snarlega skilað (sölukonan reyndar sagðist ekkert sjá fram á að geta yfirleitt selt þessa flösku á uppsettu verði, hún yrði væntanlega bara nýtt í útstillingar og álíka).

Aftur til Fífu, settum rósavínið í kæli (eina sem vantaði í bílinn var ísskápur. Skiliddiggi! Hvorki ísskápur í bíl né hótelherbergi!) og aftur á pikknikkstaðinn. Vorum aðeins nær vatninu í þetta skiptið, til að geta verið í skugga. Allt of heitt að sitja í sólinni en fullkomið í skugganum.

ég í skugga

Það er að segja. Ég var í skugganum!

Útsýnið að kastalanum var ekkert sérlega leiðinlegt undan trénu:

útsýni að kastala

Inn í hótelkjallara eftir bílnum, náðum í Atla, skutluðumst til þeirra til að hann gæti skipt um föt og náðum þar í rósavínsflöskurnar.

Jón Lárus keyrði til Horsens, ég ætlaði síðan að keyra daginn eftir.

on the road

svona var útsýnið mestalla leiðina.

SímaGPSið stóð sig hetjulega, aðeins tvisvar í ferðinni klúðruðum við hvort um sig beygjum en þarna reyndar var smáklúður, við sáum að beygjan sem við ætluðum að taka var alveg að koma, svo keyrðum við fram úr bílum sem höfðu stöðvað við vegkantinn, alveg nokkrum í röð – og fleiri og fleiri þar til við áttuðum okkur á að þarna hefðum við átt að fara aftast í bílaröðina við vegkantinn. (Bíllinn hefði reyndar mótmælt harkalega: Píííp! Píííp! ég er kominn út af veginum! ég á ekki að vera hééér!!!) Það voru nefnilega umferðartafir fyrir ofan útkeyrsluna af hraðbrautinni. Nokkuð sem við reyndar vissum, þar sem umferðartilkynningar yfirtaka bílútvörp þarna, kveikja meira að segja á útvarpinu fyrir mann í svona lúxuskerrum. En semsagt þegar við áttuðum okkur á þessu var auðvitað orðið allt of seint að koma sér inn í röðina og það kom alls alls ekki til greina að reyna að troða sér í röðina, hvað þá á svona frekjulegum ríkisbubbabíl!

Þannig að við tókum bara næsta exit og smá hring til baka. Minnsta mál. Takk snjallsímar!

Síminn leiddi okkur beinustu leið í söbörbið þar sem Lára og Ágúst búa með börnum og buru. Við hliðina á spítalanum þar sem Ágúst var að enda við að fá yfirlæknisstöðu. Flott það. Lára Bryndís er organisti, fastráðin og giggari og allsherjar múltítaska. Eins og við var að búast var höfðinglega tekið á móti okkur, dælt í okkur drykkjum og mat, ég lét símann minn alveg í friði í heimsókninni en sníkti mynd af himnaríkisgarðinum hjá Freyju.

garður 2

Trampólínið var prófað fram og til baka, ekki síst þegar Ágúst tók sig til og setti garðvökvunargræjuna undir þannig að hægt væri að hoppa og kæla sig niður í einu.

þetta þarna þótti okkur líka merkilegt!

Húsbóndinn stakk af á æfingu (jájá hann er líka múltítasker, spilar líka á orgel eins og eiginkonan), við fengum að hjálpa eitthvað smá við að búa til salat og grilla, ég hef aldrei áður fengið hamborgara í kálblöðum í stað brauðs. Merkilega gott.

Rósavín rann ljúflega niður allar þær kverkar sem máttu.  Við hugsuðum okkur til hreyfings þegar börnin fóru að þreytast og þurftu að komast í ró, best að snúa ekki alveg rútínunni við hjá fólki í miðri viku þó við værum í fríi.

Takk fyrir okkur enn og aftur, elsku Lára og Ágúst ef þið lesið!

Heimferðin gekk snurðulaust, við skiluðum Finni heim í íbúð, Fífa og Atli komu aðeins á hótelið, inn í herbergi Freyju og Emils og gamla settið fór í sitt herbergi til að redda duolingoskömmtum dagsins. Það sem maður getur orðið þreyttur!

0 Responses to “Kolding dag 4 – Heimsókn til Horsens”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júní 2016
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: