Kolding dag 3 – Afmæli og kastali

Þá rann upp afmælisdagur Fífu, ein af aðalástæðunum fyrir tímasetningu ferðarinnar. Tuttuguogfjögurra ára! flottan mín!

Hún átti frí þennan daginn þannig að við drifum okkur strax til hennar eftir morgunmat (semsagt um ellefuleytið). Føtex fyrir drykki og ég, sem var farin að brenna í hársverðinum keypti mér hatt:

hattur

Kíktum í vinspecialisten, Jón var spenntur fyrir hinu og þessu þar. Við erum vínglasasnobbarar og eigum eitthvað smá af Riedelglösum en þetta, sem Finnur rak augun í, hef ég nú ekki séð áður:

 

riedel kókglös

kókið er samt örugglega alveg voðalega gott úr þessum glösum! Nei við keyptum ekki!

Þennan dag var stefnt í kastalaferð, kastali staðarins heitir Koldinghus og er, að ég kemst næst, stundum notaður af konungsfjölskyldunni og var þeirra aðalbústaður á tímabili. Við sáum kastalann úr hótelherberginu okkar:

betra útsýni af hóteli

Dannebrog og læti. Eða reyndar engin læti, þetta var voða rólegt allt saman.

Fyrst löbbuðum við samt hinum megin við kastalann, bak við íbúðahótelið sem er bak við pikknikkstaðinn okkar. Við ætluðum að panta íbúð þar, hefði verið svo ansi þægilegt að geta verið í íbúð frekar en á hótelherbergjum, bæði upp á að við gætum verið öll saman og eldað/borðað öll sjö en í febrúar/mars þegar við skoðuðum málið var allt upppantað þar þannig að það þýddi víst lítið. Pössum okkur á því næst (og já, það verður næst).

Við Jón Lárus ætluðum semsagt að bjóða í mat um kvöldið, afmælismat fyrir Fífu, á einhverjum þokkalegum veitingastað. Búin að fara á tripadvisor og spotta spennandi stað, löbbuðum þangað en alveg harðlæst og lokað. Gúgull sagði okkur við nánari skoðun að það opnaði klukkan fimm.

Við til baka. Langaði að sitja úti og fá okkur eitthvað að drekka, fyrir valinu varð sami staður og daginn áður. Gleymdi að segja frá rugluðu þjónustunni sem gerði tóma vitleysu, kom með hvítt í stað rósavíns og ruglaði í bjórnum. Þennan dag var annar að þjóna og gerði bara allt hárrétt.

Sóttum Atla á hótelið sem hann vinnur, lögðum bílnum í hótelkjallaranum okkar og stímdum upp í kastala. Þar var auglýst Fabergé sýning og við vorum hellings spennt fyrir henni.

27587206345_760814493f_o

Gosbrunnur í hallargarði

rústir

Rústir að innan. Skemmtilega hannað skoðunarrými, pallar og grindverk falla ótrúlega vel að rústunum sjálfum. Pínu óþægilegt að ganga eftir dúandi trégólfum upp á, hvað? sjöttu hæð?

Finnur á leið upp

Finni fannst þetta samt ekkert óþægilegt!

Sýninguna fundum við. Engin egg en fullt af flottum Fabergé hlutum og skemmtileg margmiðlunarsýning um Fabergé sjálfan og skrautgripina.

Þarna vorum við í dágóða stund enda margt að skoða. Einhverjum túristahóp tókst að vera alveg voðalega fyrir okkur samt (við vorum ekkert túristar, neinei!)

Inn af sýningarsalnum sáum við svo inn í saumastofu og næst þar fyrir innan var stórt herbergi með búningum sem hægt var að máta:

Atli ekki alveg í fókus þarna!

Finnur dró okkur síðan upp í turn, við hefðum kannski ekki nennt ef við hefðum vitað hvað þetta voru voðalega margar tröppur (níunda hæð sagði Emil með skrefa- og hæðateljaraúrið sitt)

En útsýnið var stórkostlegt:

 

Þá var búið að opna á veitingastaðnum. Við þangað aftur. Allt stappfullt allt kvöldið. Bögg! Til baka. Rak augun í spennandi stað þar sem ekki voru nein læti. Hr og fru Paps, vin og tapas. Semsagt tapasstaður með dönsku/norrænu ívafi. Nýja norræna eldhúsið án þess að borga hvítuna úr augunum og báðar litlutærnar. Pláss fyrir okkur um kvöldið, besta mál!

Pöntuðum borð klukkan sjö og röltum heim á hótel í millitíðinni. Skrefin urðu mörg þennan daginn.

Mættum á sirka tilsettum tíma í mat. Skemmst frá því að segja að þetta var alveg dýrlegt. Heimabakað (tja veitingahússbakað) súrdeigsbrauð sem enginn endir var á, fjórir stórir plattar fyrir okkur sjö með allskonar kræsingum og vertinn, sem var spenntur fyrir að við værum íslendingar valdi fyrir okkur vín sem pössuðu við. Ekki miðað við útrásarvíkingaverð samt:

platter

Lax og rækjur og skinkur og fylltir piprar og ólífur og andapaté og sultur og sósur og ostar, úff!

Kvöldið var fullkomnað með því að kortinu mínu var hafnað. Hmm Þarf að tékka á þessu! Sem betur fer eigum við nokkur kort og gátum dreift þessu niður en ég átti nú bæði að eiga fyrir þessu á debetinu og er með einhvern hellings yfirdrátt líka þannig að þetta var frekar undarlegt.

Fífa var held ég bara nokk sátt við afmælisdaginn.

Auglýsingar

0 Responses to “Kolding dag 3 – Afmæli og kastali”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 366,956 heimsóknir

dagatal

júní 2016
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: