Brussel daag 9. Hortasafnið

Ekki lá mikið fyrir, þennan næstsíðasta dag ferðarinnar. Alla (tja flesta) langaði þó að fara og skoða hús Art nouveau arkitektsins og hönnuðarins Victor Horta. Sá eini sem ekki langaði fékk samt ekki leyfi til að hanga einn heima í húsi í tölvunni sinni þannig að hann kom með líka.

Af stað eftir morgunmat, lestin niður á Zuid stöðina og svo labbað af stað, góður 1,5 kílómetri. Við vorum eiginlega vel snemma á ferðinni, lestin fór 10.45 en safnið átti ekki að opna fyrr en klukkan tvö. Þannig að planið var að rölta þetta í rólegheitum og fá sér hádegismat á leiðinni.

Römbuðum á veitingahús beint fyrir framan þennan turn sem er hluti af gamla virkisveggnum um Brussel:

Það var víst Napóleon sem lét rífa virkisvegginn. Gaur!

Maturinn reyndist ljómandi, krakkarnir fengu sér nærri öll carbonara, eggjarauðan og osturinn borin fram sér eins og á að gera það. Við Jón fengum okkur hins vegar rétt dagsins sem var grillað lamb með kartöflukrókettum og fersku salati og var alveg ljómandi gott.

Það var reyndar fullkalt til að sitja úti og þjónninn skildi ekkert í okkur. Fínt samt þegar sólin lét sjá sig.

Eftir mat, áfram í áttina að Horta. Upp langa langa brekku, ég hefði ekki viljað vera á hjóli, tja nema reyndar á leiðinni til baka.

Vorum svo samt hálftíma of snemma hjá safninu, tók mynd af framhliðinni:

smá hringsól um hverfið, Jón fékk sér einn bjór hjá alveg voðalega fýlulegum þjónustueinstaklingi, sem kom svo ekki einu sinni til að leyfa honum að borga (við Finnur sátum líka við borðið en langaði hvorugt í neitt, kannski var það ástæðan fyrir fýlunni en það var samt nóg af lausum borðum, ekki eins og við værum að taka pláss frá borgandi viðskiptavinum).

Loksins var klukkan svo orðin tvö og við gátum farið inn í safnið. Þar mátti ekki einu sinni vera með handtöskur, skil það reyndar ekki því þar var ekkert nægilega smárra muna til að hægt væri að troða þeim í litlar handtöskur, tæpast einu sinni bakpoka.

En safnið var stórkostlegt, alveg magnað hvað maðurinn var frjór. Líka mindblowing hvað hefur kostað að gera öll þessi húsgögn og járnverk þarna inni. Því miður mátti auðvitað ekkert taka neinar myndir frekar en á Tinnasafninu nokkrum dögum fyrr. Hér má lesa um það og sjá örfáar myndir

Sömu leið heim, gengum í gegn um langan og mjóan skemmtigarð sem er settur upp meðfram lestarteinunum við Zuidstöðina. Fórum samt ekki í neitt tæki, tvö þeirra litu svo skelfilega út að sum okkar urðu sjóveik bara við að horfa á þau.

Small akkúrat að við gátum gengið upp í lestina okkar. Watermaal stöð, röltum í verslunarklasann til að kaupa í kvöldmatinn, gátum ekki alveg ákveðið okkur hvaða kjöt yrði fyrir valinu þannig að það varð bara grigliata mista – naut, svín, kálfur, lamb og pylsur. Sælgæti allt saman. Sorrí íslenskur landbúnaður, það er ekki alltaf allt best heima!

0 Responses to “Brussel daag 9. Hortasafnið”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.788 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: