Brussel daag 10. Góðar fréttir og annars eiginlega ekkert

Dagurinn byrjaði á besta mögulegan máta. Fífa fékk tölvupóst um að hún hefur fengið skólavist í Designskolen Kolding – sem þýðir að innan mánaðar verður hún farin í nám til Danmerkur. Það er mjög erfitt að komast að í þessum skóla og við erum gríðarlega stolt af henni!

Annars gerðum við nú lítið þennan dag. Nema Jón Lárus sem fór í strætó og lestum 18 kílómetra leið þar sem hann hafði mælt sér mót við sprúttsala nokkurn, nei ókei gaur sem flytur inn og selur góð vín og Jón langaði í eitt sérstakt slíkt og lagði þetta á sig. Var ekkert að draga okkur hin með, enda óþarfi.

Dagurinn fór annars meira og minna í afslöppun eins og síðasta degi í fríi sæmir. Skutumst í búð til að kaupa í nesti fyrir ferðalagið, löng heimferð fyrir höndum daginn eftir.

Veit eiginlega ekki hvað ég get eipað um daginn annað en auðvitað matarklámið að venju, höfðum splæst í andabringur í búðinni þremur dögum fyrr og frestað eldun tvö kvöld (fyrst komum við seint heim og síðan var grillveður).

Ekki vont!

Dagur 10

Settumst út á pall í síðasta skiptið í þessu fríi, létum okkur hafa það þó það væri pínu svalt (hefði verið búin að kveikja upp í útiarninum heima á palli við þetta hitastig). Sólarlag ekki af ljótasta tagi:

IMG_1573

Svo var bara farið að pakka og púsla í töskur og ganga frá. Frábært frí við það að klárast, bara heimferðin eftir. Gæti nú reitað færslu samt því við verðum í 6 tíma í London.

Auglýsingar

0 Responses to “Brussel daag 10. Góðar fréttir og annars eiginlega ekkert”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 367,022 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
« Mar   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: