Brussel daag 8. Brugge

Pínu villandi fyrirsögn því auðvitað er Brugge/Bruges ekki Brussel en við byrjuðum og enduðum daginn jú í Brussel.

Vorum semsagt búin að ákveða að skoða hina fögru Brugge þennan dag. Eitthvað höfðum við rokkað með daginn, eftir spánni hjá yr.no en þetta varð úr, svona úr því það styttist í ferðinni og spáin ekki sérlega góð neinn af dögunum sem eftir væri. Belgíubúar eru áreiðanlega eins og Íslendingar alltaf að tala um að það hausti snemma þetta árið. Gola og frekar svalt og gengur á með skúrum.

Nújæja, fólk vaknaði með fyrra fallinu og við lögðum af stað upp úr tíu. Lestin fór bara á klukkutima fresti en þennan dag höfðum við ákveðið að fara með strætó sem fer talsvert oftar. Fundum stoppustöðina auðveldlega, strætó mætti á svæðið á réttum tíma en bílstjórinn var eiturfúll yfir að við værum ekki með nákvæmlega rétt fargjald á reiðum höndum (í strætó kostar tvær og hálfa evru en í lestina bara tvær). Fengum ekki einu sinni næga miða frá honum þegar okkur tókst þó að borga, sem betur fer var svo ekki tékkað. Veit ekki hvort við þurfum eitthvað að vera að taka strætó aftur, troðningur og svo var hann jú talsvert lengur niður í bæ en lestin.

Fórum út á stoppustöð sem hét Kauphöllin en þegar við stigum út úr vagninum sáum við samt hvergi kauphallarbygginguna. Vorum smástund að oríentera okkur í rigningunni hvert við ættum að labba til að finna Central stöðina.
Rákumst á LitluHörpu á leiðinni:
Brugge

Klukkan var að nálgast hálftólf þegar við loksins vorum búin að kaupa miða til Brugge og fórum niður á brautarpall til að grípa lest til Midi stöðvarinnar þar sem ég þóttist hafa lesið að lestirnar færu þaðan. Sá svo á skilti við pallinn að lestin sem kom á undan þeirri sem við ætluðum að taka var með áfangastað Oostende og stoppaði í Brugge. Þannig að við þóttumst heppin og hoppuðum upp í InterCity lest.

Það reyndist síðan vera mistök. Þessi lest var hægfara og fór stóóóran krók þannig að í stað þess að vera klukkutíma á leiðinni vorum við tvo og hálfan. Ekki alveg það sem við höfðum ætlað að eyða auka einum og hálfum tíma í. Ójæja.
Finni leiddist samt ekki í lestinni:

Brugge

Allir sársvangir og þegar við komum til Brugge var ákveðið að byrja á því að finna veitingastað og laga ástandið. Fyrir framan tónleikahúsið í Brugge (ég hélt að það væri bara Concertgebouw í Amsterdam).

Fundum stað með fyndnum þjóni sem vildi ekki leyfa okkur að sitja úti því það gæti komið rigning (komu svo líka dropar), fengum okkur pizzur (krakkarnir nema Atli), þorsk með kartöflumús og salati (Atli) og krækling og belgískar (við Jón). Þjónninn ætlaði ekki að trúa Freyju þegar hún vildi panta sér Duval, krakkar á þessum aldri ekki vön að drekka klausturbjóra. Var svo ánægður með hana þegar kom í ljós að hún vissi alveg hvað hún væri að panta sér.
Við Finnur í stíl:
Brugge

Appelsínið hans Finns í góðu skapi:

Brugge

en þarna var það nærri búið:

Brugge

Áfram haldið inn í bæ – reyndar reyndust síðan veitingastaðirnir við aðaltorgið frekar ódýrari en þessir við konserthúsið. Óvenjulegt.

Finnur fékk sína obligatorísku vöfflu og svo fórum við á pöbb sem selur bjór sem heitir Garre, einn af toppbjórunum og hann fæst hvergi annars staðar. Borinn fram með ostateningum í stað hins venjulegra jarðhnetu- eða saltkexs.

Brugge

Fallegt í Brugge:

Brugge

Heimferðin í lestinni tók núna klukkutíma og fimm mínútur, stoppaði á einum stað í stað 8 eða 9 og fór engan krók.

Rétt misstum samt reyndar af lestinni okkar uppeftir, þessi kom 5 mínútum seinna á Midi stöðina en Ottignieslestin lagði af stað. Þannig að við hoppuðum út úr stöðinni og fengum okkur belgískar í pappírshorni í kvöldmatinn.

Uppeftir og svo meira bjórsmakk. Mesti bjórsnobbbjórinn í Belgíu heitir Westvleteren, bruggaður í klaustri, fæst helst á gatnamótunum við klaustrið en samt líka í örfáum bjórbúðum. Við höfðum rambað inn í búðina á rölti um miðbæinn og þar stóðu nokkrir kassar af honum á gólfinu. Jón Lárus og Atli keyptu sitthvora flöskuna. Hafði staðið til nokkur kvöld í röð að smakka en alltaf eitthvað komið upp. Nú var ekki (mikið) seinna vænna og bjórarnir voru teknir upp með viðhöfn og drukknir:


(já við keyptum líka glas)

Góður en stóð ekki aaalveg undir hæpinu.

Enduðum kvöldið á að sitja fram yfir miðnætti og spila, öll sjö.

3 Responses to “Brussel daag 8. Brugge”


 1. 1 Guðfinna Dóra 2015-07-29 kl. 16:44

  Hafið þið nokkuð skoðað útidyrahurðir? Við pabbi þinn gerðum rækilega úttekt á þeim í Namur í eina skiptið sem við höfum verið í Belgíu. Mér sýnist þetta vera bjórsmökkunarferðin mikla. Svo hafið þið vonandi ekki misst af minnsta glugga í heimi. Hann er í Brugge.

  • 2 hildigunnur 2015-07-29 kl. 21:56

   já hurðirnar fundum við eiginlega í dag, ekki svo mikið af þeim á okkar svæði né í miðbænum. Fórum á Hortasafnið í dag og það var fullt af hurðum.

   Við vissum af minnsta glugganum en fundum hann því miður ekki – leiðsögubókin okkar var ekki nógu góð :/

   • 3 hildigunnur 2015-07-30 kl. 08:29

    haha það hljómar eins og safnið hafi ekki verið neitt nema hurðir! semsagt það var fullt af flottum hurðum á því svæði 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.762 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: