Brussel daag 7. Jeanneke og Manneken

Rigning að morgni. Búðarferð á dagskránni, nú höfðum við fengið leyfi til að nota bílinn sem var ágætt, þurftum líka að losa okkur við ansi hreint margar bjórflöskur (hei við erum í bier hemel hér!) og gott að losna við að labba rúman kílómetra með fulla poka af gleri og svo til baka með gler með einhverju í.

Í bílnum voru sæti fyrir sex, Emil fórnaði sér og var heima. Auðvitað keyptum við svo allt sem okkur langaði í, stórhættulegt að fara í flottar kjörbúðir í útlöndum!

Ég keyrði heim og neitaði að taka leiðbeiningum og hafði fullkomlega rangt fyrir mér. Ekki í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta, en heim rötuðum við nú samt á endanum.

Vorum eitthvað að velta fyrir okkur hvort við nenntum í bæinn en létum nú samt slag standa, vorum mikið heima daginn áður og tímdum eiginlega ekki að eyða dýrmætum útlandatíma í að hanga í húsinu, rigning eða ekki rigning.

Reyndist hin besta ákvörðun því svo stytti auðvitað upp og sólin kíkti meira að segja svolítið á okkur.

systurnar bak við brotið öryggisgler á lestarstöðinni okkar í Watermaal.
Á meðan þessi mynd var tekin strögglaði Jón Lárus við miðasjálfsalann sem vildi ekki selja honum miða fyrir hópinn. Tókst samt á endanum og síðan þegar lestarvörður kom að stimpla miðana okkar sagði hann okkur í óspurðum fréttum að miðinn gilti allan daginn á öllu Brusselsvæðinu, fram og til baka, upp og niður og hvað veit ég? Hefðum viljað vita það fyrr, höfðum keypt framogtilbakamiða allan tímann! Frekar óskýrt hjá þeim, allt saman.

Gerðum svo sem ekki mikið. Löbbuðum gegn um skemmtilega veitingahúsahverfið til að finna Jeanneke Pis systur hans Manneken:

forðuðumst ýtnu þjónana á veitingastöðunum en hingað skal samt haldið aftur að borða, á miðvikudag eða fimmtudag

áfram, snarbrjálaðar vöfflur með margra sentimetra lagi af rjóma og jarðarberjum (engin mynd), hópur splittaðist en við Jón, Fífa, Atli og Finnur kíktum aftur á Manneken sem að þessu sinni var ekki uppáklæddur:

Bjórsnobbararnir settust svo á pöbb og snobbuðust með allskonar skemmtilegheit:

þessi bjór heitir Kwak og segir nafnið sitt sjálfur.

Þessi dúfa heitir ekki Kvak svo ég viti, samt

Þarna var líka hægt að fá bjórsmakk, misstór. Keypti ekki svoleiðis, bara tók mynd af þarnæsta borði með smakkrönd, undirstöður borðsins ekki aaalveg sléttar:

Heim, keyptum annað súkkulaðismakk á leiðinni, lest til Watermaal að venju, út á pall í klukkutíma, svo gerðum við þistilhjörtu með hollandaissósu í kvöldmatinn og svo buðu Fífa og Atli upp á smakk á hollenskum ostum. Truffluostur úr kúamjólk, fenugreek (sem ég man ómögulega hvað heitir á íslensku og google translate hjálpar ekki) geitaostur, pestóostur og 50 mánaða gouda ásamt fjórum tegundum af sinnepi, balsamik, trönuberja, hunangs og wasabisinnep.

Sagði einhver matarsnobb? naah!

Auglýsingar

3 Responses to “Brussel daag 7. Jeanneke og Manneken”


 1. 1 Helga Kristín 2015-07-27 kl. 20:44

  Fenugreek = grikkjasmári 🙂

  • 2 hildigunnur 2015-07-27 kl. 20:46

   já vá þá er nú ekki skrítið að ég muni þetta ekki – hef aldrei heyrt íslenskuna. Heitir bukkehornsfrø á dönsku, það man ég!

 2. 3 Helga Kristín 2015-07-28 kl. 10:37

  Já, ég þurfti að fletta upp, hefur ekki náð mikilli útbreiðslu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 367,022 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
« Mar   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: