Brussel daag 6. Markaður

Rifum alla á lappir um hálftíuleytið þennan morgun því veðrið var frábært og svo var matarmarkaður svæðisins bara opinn frá átta til eitt. Löbbuðum eftir morgunmat að torgi svona einn og hálfan kílómetra burtu þar sem markaðurinn var staðsettur. Rákumst á þessi fallegu hús á leiðinni:

Markaðurinn reyndist talsvert stór, enda eini markaðurinn á þónokkuð stóru svæði. Fullt af fallegum grænmetis og ávaxtastöndum, ostar og kjöt og kökur og föt og skinkur og pylsur og bara allt sem á að vera á svona mörkuðum. Á einum stað var síðan veitingahorn, við nokkur ákváðum að fá okkur samósur hjá alveg massahressum sölumanni sem kunni sitt fag alveg til hins ítrasta og naut lífsins í vinnunni:

Hann var líka með rósavín úr malbec þrúgunni, það höfum við aldrei prófað áður en var alveg ljómandi gott. Neyddumst til að fá okkur tvö glös hvort meðan krakkarnir voru að frílysta sig á markaðnum.

Afrakstur markaðarins var síðan þessi:

plús reyndar sjö stór cordon bleu buff (nei EKKI Gordon Blue eins og stendur iðulega á íslenskum útgáfum). Kjötkaupmaðurinn gaf okkur síðan box af einhverju torkennilegu salati í kaupbæti enda styttist í tímanum sem var opið á markaðnum. Gott samt.

Heim. Byrjaði að rigna. Lagði mig og steinsofnaði í örugglega tvo tíma meðan sum hinna horfðu á formúluna í sjónvarpinu og spiluðu á píanó og tölvuleiki og hvað veit ég?

Cordon bleu í kvöldmatinn, sveppirnir á myndinni eru af tegundinni bláfótur og voru alveg fáránlega góðir í rjómajafningi. Höfum aldrei smakkað þessa sveppi fyrr en ég væri til í meira – ef við finnum!

0 Responses to “Brussel daag 6. Markaður”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.798 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: