Brussel daag 5. Tinnasafnið

Aftur var steinsofið fram að hádegi eða svo. Tja nema við Jón sem vöknuðum klukkan átta. Mikið sem maður er pavloviseraður að vakna á morgnana, skil þetta ekki alveg.

Þetta var fyrsti dagurinn sem veðrið var minna en spennandi. Rigndi nánast allan daginn, þar af hellirigndi slatta af deginum. Sem betur fer var einmitt planið að fara í Tinnasafnið (eða réttara sagt Hergé safnið) í Louvain-La-Neuve. Það lá heppilega við húsinu okkar, Louvain-La-Neuve liggur við hliðina á Ottignies sem er endastöðin á lestinni í hverfið okkar.

Regnhlífin var dregin á loft og skundað af stað eftir hádegismat.

Brjáluð hellirigning í Louvain:

Stóðum hana af okkur og svo áfram, gegn um matarmarkað þar sem meðal annars var vagn þar sem hægt var að kaupa
pylsur, hamborgara og, já snigla!

Leist ansi vel á stand þar sem fengust meðal annars fersk þistilhjörtu og næpur (ég get ekki skilið hvers vegna það fást hvergi næpur heima, eins og þær eru góðar!) en ákváðum að kaupa okkur frekar eitthvað á leiðinni út svo við værum ekki að þvælast með innkaupapoka í safninu. Áfram á Musée Hergé. Þar mátti alls ekki taka myndir nema í fordyrinu, hér eru þær tvær sem ég tók:

Safnið reyndist svo bráðskemmtilegt, ekki sérlega dýrt inn (afsláttur fyrir skólafólk) og ókeypis græja með gagnvirkri leiðsögn um svæðið. Ég hafði til dæmis ekki áttað mig á hvað skilin í skrifum Hergés voru greinileg við Bláa lótusinn, við ritun hans hafði hann nefnilega kynnst Kínverja vel og allt í einu farið að átta sig á hvað þessar stereótýpur sem evrópubúar og fleiri vildu troða öllum í voru vitlausar og hættulegar. Eftir þessa bók breyttust skrif hans um aðrar heimsálfur til mikils betra. (verst að hann áttaði sig aldrei á núönsum kvenþjóðarinnar samt…)

Stytt upp þegar við komum út af safninu. Auðvitað var verið að loka matarmarkaðinum og okkar standur alveg samanpakkaður. Ójæja, matarmarkaður á okkar svæði daginn eftir, yrðum að láta það duga.

Heim í lestinni, grillaður kálfur í kvöldmatinn. Meira hvað þetta Evrópusambandskjöt er fáránlega meyrt og gott! Sátum svo lengi fram eftir kvöldi úti á palli bak við hús.

0 Responses to “Brussel daag 5. Tinnasafnið”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.762 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: