Brussel daag 4. Atomium og vatnsleikjagarður

Þennan dag vorum við búin að lofa Finni að fara í vatnsleikjagarð, það sem hann spurði um fyrst af öllu þegar við ákváðum að fara til útlanda var hvort það væri ekki örugglega vatnsleikjagarður einhvers staðar í nágrenninu.

Morguninn var ekki sérlega viðburðarríkur, bara rólegheitin. Þau elstu voru búin að bjóðast til að elda kvöldmatinn og ætluðu ekki með í garðinn. Jón Lárus var eiginlega búinn að afboða sig líka, þar til ég benti honum á að Atomium byggingin væri við hliðina á garðinum – það var nefnilega hans fyrsta hugsun þegar Brussel kom upp sem áfangastaður í íbúðaskiptunum. Þannig að þennan dag gátum við fullnægt heitustu óskum föður og sonar í ferðinni.

Lögðum íann um eittleytið, lest niður í miðbæ, belgískar í hádegismat:

og svo metró annað eins í norðurátt þar til komið var á áfangastað.

Ekki er hægt að segja annað en að Atomium sé mikilfenglegt:

Vatnsleikjagarðurinn, engar myndir því ég nennti ekki inn með dótið mitt og þar með símannmyndavélina. Hann var hins vegar með mörgum bráðskemmtilegum rennibrautum og öðrum græjum. Ég skokkaði upp stiga, lagði ekki í að fara alla leið upp alveg strax og ætlaði semsagt að byrja létt. Það reyndist ekki vera alveg svo:

Snarbrá þegar hraðinn var gígantískur og baklendingin þannig að ég rétt gat kraflað mig að bakkanum – enda var sér lífvörður við einmitt þessa braut…

Klikkað skemmtilegt samt þó ég finni enn aðeins fyrir vatninu sem ég fékk upp í nefið!

Fullt af brautum, bráðskemmtileg vatnshring“ekja“ (minnir að það sé/hafi verið slík í Salalaug) og öldulaug með þvílíkum öldugangi. Sáum ekki eftir þessu.

Metró til baka, rétt misstum af lestinni uppeftir (einu sinni á klukkutíma, munið þið), en það var svo sem ekki slæmt að tylla sér niður og fá sér einn Grimbergen úr krana (nema Jón Westmalle Tripel og Finnur jarðarberjasjeik).

Lestin heim. Jón fór stöð lengra en við hin, var búinn að spotta einhverja spennandi vínbúð sem hann ætlaði að heimsækja.

Fífa og Atli höfðu farið út í búð og fyllt á ísskápinn og voru síðan búin að standa á haus frá fimm að útbúa alls konar fyllingar í tacos. Grillað kjöt, marineraðar rækjur, pico de gallo (án kóríanders samt, eins gott!), mangó salsa, guacamole og fleira. Freyja og Emil settust við og bjuggu til kökurnar. Hvorki fannst vigt né mæliglas á staðnum. (Ég skil reyndar ómögulega eldamennskuna sem fólkið hér í húsinu stundar, hér er enginn bakaraofn, enginn frystir, engin matvinnsluvél né blandari, engin hrærivél og semsagt engin vigt né mæliglas. Gæti trúað að þau séu grænmetisætur sem skýrir allavega að einhverju leyti frystisleysið en ekki hitt)! Þau þurftu semsagt bara að fikra sig áfram með deigið og það tókst bara hreint ágætlega vel.

Ágætt að þetta tók tímann sinn þar sem Jón Lárus hringdi, svona um það bil sem ég fór að búast við honum til baka. Þá hafði hann fundið vínbúðina sem var lokuð (eigendurnir í sumarfríi), síðan villst á heimleiðinni, beygt einhvers staðar út af leið og labbað í óratíma þar til hann var kominn út í skóg og áttaði sig á að þetta væri nú eitthvað málum blandið. Hringdi semsagt til að láta vita að hann yrði seinn og þurfti síðan að ganga hátt í 3 kortér til að komast alla leið heim.

Borðuðum ekki fyrr en um hálftíuleytið þegar hann sýndi sig, við höfðum reyndar stundað að borða kvöldmatinn seint en þarna tók nú steininn úr samt. Fáránlega góður matur hjá krökkunum!

Láðist því miður að taka myndir af matnum en hér er nú samt desertinn, í boði Emils:

Auglýsingar

0 Responses to “Brussel daag 4. Atomium og vatnsleikjagarður”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,768 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
« Mar   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: