Brussel daag 3. Aftur í bæinn

Öllum leyft að sofa eins lengi og þeir gætu, síðustu dröttuðust upp um hálftólfleytið. Hádegismatur og svo aftur í bæinn. Löbbuðum á hina lestarstöðina sem átti að vera heldur stærri og ætluðum að athuga með hvort hægt væri að kaupa einhverja ódýrari lestarmiða þar (hópmiða eða eitthvað). Þar var hins vegar heldur ekkert stöðvarhús í notkun, bara miðasjálfsali eins og á hinum staðnum. Greinilega eitthvað verið að lagfæra hana, mjög óhrjáleg, pallarnir ekki í notkun heldur lá sporið við malarbakka. Þrátt fyrir að það væri bara miðvikudagur um eittleytið sáust samt engin ummerki um að vinna við þetta væri í gangi (sumarfrí, vonandi, frekar en að þarna hafi verið byrjað á einhverju og svo bara hætt við í miðju kafi).

Fórum aftur út á Brussel Central og stefnan var tekin í smá innkaup, einhverjir sáu H&M í hillingum. Villtumst smástund um hverfið en enduðum á að finna rétta leið. Skiptum hópnum og ákváðum að hittast kortér fyrir fimm við lestarstöðina aftur.

Við Jón Lárus og Finnur fórum í smá innkaup, skólaföt á stráksa, ekkert á okkur gamlingjana. Þröngt og óspennandi á verslunargötunni, sérstaklega fyrir utan Primark þar sem þar var síðasti dagur útsölu og löng biðröð inn í búðina svo við forðuðum okkur eins fljótt og við gátum.

Þarna hefði verið gott að vaða:

Svo langaði Finn í vöfflu og við fórum að leita að vöfflustað, helst þar sem hægt væri að setjast niður og borða. Öfugt við daginn áður ætluðum við aldrei að finna vöfflustand. Gengum samt gegn um alveg stórskemmtilegt veitingahúsahverfi með örmjóum götum og þjónum sem reyndu að veiða okkur inn á staðina. Við einn þeirra sagði ég – æ við erum bara að leita að vöfflum – og þá steinhætti hann að reyna að draga okkur inn og benti bara á næsta góða vöfflustað, hinn almennilegasti. Úff hvað ég gæti ekki unnið við að reyna að draga fólk svona inn á staði!

Fundum síðan reyndar ekki þennan stað sem hann benti á, settumst inn á annan, þar tóku þau ekki visa, fundum hraðbanka, sætið okkar á staðnum farið, aðeins lengra og fundum annan. Vöfflur með rjóma og sósum, ég fékk mér karamellusósu, ógurlega gott.

Til baka á lestarstöðina. Reyndum að kaupa okkur þessa hópmiða en á endanum hefði það ekki komið neitt betur út. Fundum svo kjörbúð í stöðinni með þokkalegu úrvali þannig að við kláruðum að kaupa inn fyrir bolognese sem átti að vera í kvöldmatinn.

Heima í húsi var tekið til við að undirbúa matinn. Heill hellingur af grænmeti saxað og svo kjötið. Hér sést hin mannlega matvinnsluvél úti í garði:

Og svo fordrykkur:

Setið fram eftir kvöldi við spjall, svo varð full svalt á pallinum, inn, krakkarnir tóku uppvaskið og svo spilað, meira að segja tókst að draga Finn frá netspjalli í tölvunni til að spila. Besta mál.

Auglýsingar

0 Responses to “Brussel daag 3. Aftur í bæinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,943 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
« Mar   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: