Brussel daag 2. Búð og bær

Vöknuðum klukkan sjö (sko við bóndinn, ekki krakkahrúgan). Hvað var með það? Klukkan bara fimm að okkar líkamsklukku! Leyfðum samt krökkunum að sofa aðeins áfram og fórum bara út á pallinn bak við með kaffi en ekki te. Höfðum ekki náð að versla neitt daginn áður, þau elstu af ungviðinu komu með brauð og ost og eitthvað meira smotterí til að redda morgninum og eitthvað hafði fyrrverandi húsaskiptiliðið skilið eftir fyrir okkur líka. Te var ekki til. Jú reyndar en bara fullt af grænum, dítox, teínlausum og ávaxtateum sem mér finnast almennt ekki vera drykkir. Átti vatn sem ég hafði keypt á lestarstöðinni daginn áður og reyndar eitthvað smá úr litlu búðinni kvöldið áður (nei það var ekki BARA keyptur bjór)

Þegar yngra gengið hafði verið ræst löbbuðum við kílómetra leið í næstu stóru kjörbúð til að versla inn. Þar var ekkert verið að spara, keyptum eiginlega bara það sem okkur datt í hug. Fullt af stórhættulegri útlenskri landbúnaðarvöru og allt.

Deildum á okkur innkaupunum, sáum reyndar eftir því að hafa ekki fattað að taka með okkur fleiri bakpoka, níðþungt að labba með þetta heilan kílómetra. Eins gott við vorum mörg.

Föttuðum svo, reyndar vel eftir að við komum heim, að við höfðum steingleymt einum pokanum í búðinni. Of seint til að fara til baka og svo vorum við lengi fram eftir degi að átta okkur á hvað hlyti að hafa verið í þessum poka. Oh well, shit happens. Einhver heppinn viðskiptavinur hefur fengið stóran pakka af parmaskinku, gott brauð, poka af lauk, annan af snakki, geitaost með graslauk og þrjá bjóra. Og örugglega eitthvað meira sem ég man ekki í augnablikinu.

Heima, hádegismatur á pallinum og svo löbbuðum við annan kílómetra á lestarstöðina til að fara niður í miðbæ. Við erum greinilega í þvílíku úthverfi því þegar við fundum brautarpallinn vorum við nýbúin að missa af lestinni og hún gekk bara á klukkutíma fresti. Ekki nenntum við aftur í húsið í millitíðinni þannig að við röltum aðeins í kring og settumst svo bara og biðum.

Lestin, þegar hún mætti á svæðið, tók 20 mínútur niður í bæ. Rölt af Central niður á Grand Place, súkkulaðibúð á leiðinni, völdum okkur súkkulaðimola á mann, hluti miðbæjarins tekinn út. Til dæmis þessi gaur sem er þekktari án Einsteinklæðanna:

Leitað að ísbúð en fundum ekkert nema endalausar vöfflubúðir, langaði bara ekkert í vöfflu nákvæmlega þarna, enduðum á ítölskum veitingastað sem var líka ísbúð. Og svo seldu þau aperol spritz!

Heim í lestinni og grillað naut á pallinum. Ekki slæmt. Hreint ekki slæmt. Sátum svo lengi frameftir kvöldi við spjall og steingleymdum að ganga frá eftir matinn! eins gott það er ekki mikið af maurum í húsinu…

Auglýsingar

0 Responses to “Brussel daag 2. Búð og bær”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,956 heimsóknir

dagatal

júlí 2015
S M F V F F S
« Mar   Ágú »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: