páskagöngutúr

Við bóndinn og einkasonurinn vorum orðin frekar mygluð hér heima yfir súkkulaði og tölvum þannig að út var drifið sig í göngutúr í sól og vori (jájá getur vel verið að það eigi eftir að koma kuldakast en það er bara SAMT vor í lofti).

Byrjuðum í styttugarðinum hjá Hnitbjörgum en svo fórum við að rifja upp allar sjoppurnar sem voru einu sinni í miðbænum og gengum um og bentum Finni á hvar þær höfðu verið. Ein á Bergstaðastræti rétt hjá þar sem Þvottahús A. Smith er, önnur á horni Freyjugötu og Njarðargötu, tvær á/við Óðinstorg, rifjuðum svo upp Tvistinn og Örnólf við Snorrabraut þó við reyndar gengjum ekki alla leið þangað. Ekki nema örfáar eftir, Drekinn á sínum stað, Söluturninn við Grundarstíg og Vikivaki. Erum alveg bókað að gleyma einhverjum.

Skemmtilegur bónus (ekki þó Bónus) við gönguna var að við sáum áreiðanlega 5 flottar graffitimyndir sem við höfum aldrei rekið augun í áður. Sumar pottþétt alveg nýjar. Lítið hins vegar um skemmdarverkjagraff. Slatti af nýjum stillönsum og fólk að dytta að húsunum sínum líka. Heimur batnandi fer.

2 Responses to “páskagöngutúr”


  1. 1 Elín Gunnlaugsdóttir 2013-03-31 kl. 20:05

    Við fórum líka í göngutúr, en uppí Laugarási. Það var mjög gaman að hitta ykkur í gær. Gleðilega páskarest! Elín

  2. 2 hildigunnur 2013-03-31 kl. 21:16

    Sömuleiðis mín kæra 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

mars 2013
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: