götunafnsmisskilningur

Erum í að dreifa nýjasta sölugóssinu frá Gradualekórnum (rááándýr ferð, vinsamlegast takið vel í söluplöggið næst). Ein vinkona mín hafði keypt nokkrar rúllur af plastpokum og þar sem við bóndinn vorum á ferð í Vesturbæinn hringi ég í hana til að athuga hvort hún sé heima. Sem reyndist vera.

Ég við bóndann: Hún á heima á Rekagranda. Jájá, Drekagranda segir hann. Hvar er það? Ég: Jú þarna vestur í bæ í jólatrjáablokkunum. Hann: Núnú ókei, ég man ekkert eftir þeirri götu. Ég hálfhissa, ekki eins og hún sé vel falin.

Eftir smástund fer hann aftur að velta fyrir sér þessum Drekagranda. Ég horfi á hann í forundran – varstu semsagt ekki að grínast með Drekagrandann? Hún á heima á Rekagranda! Ah!

Við á Rekagranda með engu D-i. Ég inn og segi vinkonunni frá þessu. Hún:

ÉG VIL BÚA Á DREKAGRANDA!!!!

 

Auglýsingar

1 Response to “götunafnsmisskilningur”


  1. 1 hildigunnur 2013-03-2 kl. 15:22

    uh það er svo auðvitað d í Rekagrandi, en bara eitt og lítið!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,768 heimsóknir

dagatal

mars 2013
S M F V F F S
« Feb   Apr »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: