jólabréf

Í ár verður skrifað jólabréf. Nei, ég er búin að skrifa jólabréfið. Nokkur slík komin niður í aboutslakes, fræmírks límd á og á leiðinni út í póstkeis.

(smá viðbót við umsleiks in póstkeis, sumir hér hljóta að þekkja vísunina)

Allavega ætlaði ég að prenta út jólabréfið í lit þar sem ég límdi nokkrar myndir inn í það og þær komu vægast sagt ekki vel út í svarthvítu. Ég á sko ekki litaprentara heldur eldgamlan en alveg frábæran laserprentara sem er búinn að spara mér ansi mikið síðan ég keypti hann fyrir örugglega 10 árum. Kostar sáralítið í rekstri en semsagt, enginn litur.

Lét mig dreyma um að fá að kaupa prentun í ITM en vélin sú er í dauðateygjunum þannig að Fífa (sem vinnur þar íhlaupavinnu) aftók að það kæmi til greina. Hmm. Ekki tímdi ég að fara í prentsmiðju (kannski hefði það bara ekki verið neitt dýrt, hvað veit ég? Tékkaði ekki) Fífa kom til bjargar og stakk upp á háskólanum, við þangað í gærmorgun en þá var próf í tölvustofunni og ekki að ræða það að fara þangað inn, prentarinn frammi á gangi álíka lítið litvæddur og Brotherprentarinn minn gamli og sveimérþá að tilraunaprentunin kom verr út þar en heima. Og ég sem var búin að bæta helling af prentkvóta á inneignina hennar.

Grrr.

Sótti hana svo í vinnuna áðan klukkan sex og hmm, gæti nú bara ekki vel verið að tölvustofan væri enn opin? Trúðum ekki að það væru allavega próf þetta seint.

Galtómt, opið, prentað. Þarf samt að biðja hana um að prenta sirka sjö í viðbót (Fífaaaa???) undirmat jólakortaþörfina.

Nei birti bréfið ekki hér. Fyrr en eftir jól þegar allir viðtakendur eru búnir að fá það í hendur plús smá prívatskrif til sumra.

4 Responses to “jólabréf”


 1. 1 Björn Friðgeir 2012-12-14 kl. 00:04

  Ætlaði að ná í bókina og finna nákvæmu umsleiks tilvitnunina.. en hún er ekki á sínum stað.
  Bömmer.

 2. 2 hildigunnur 2012-12-14 kl. 00:10

  Awww. Ekki ég nefnilega heldur en var hún ekki: Afseik! umsleik in póstkeis! ?

 3. 3 hildigunnur 2012-12-14 kl. 00:11

  og svo var talað um hyldýpi og hákarla í Tjörninni.

 4. 4 Björn Friðgeir 2012-12-14 kl. 00:11

  Jú, þannig man ég hana.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

desember 2012
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: