Svíþjóð dagur 2

Ég skildi eiginlega ekki prógrammið á hátíðinni, fyrstu tónleikar föstudagsins voru ekki fyrr en klukkan 7 um kvöldið þannig að ég, sem ekki hafði neinar fundaskyldur var verkefnalaus nánast allan daginn. Fór niður í morgunmat ásamt formanni og framkvæmdastjóra en skreið síðan aftur upp á herbergi, hengdi Do not disturb miðann utan á hurðina mína, steinsofnaði og svaf til rúmlega tólf (ókei, tíu að minni líkamsklukku). Stundum þarf maður bara á svoleiðis að halda.

Eftir hádegi ranglaði ég um göngugötuna sem hótelið stóð við, inn í åhléns stórmarkað og keypti tvennar sokkabuxur og já, naglaklippur fyrir táneglur (sjá upphaf síðasta pósts).

Aðrar sokkabuxurnar reyndust síðan með gati (urrrr), nennti samt ekki að fara og röfla heldur náði í neyðarsaumasettið inni á baði á herberginu og rimpaði því saman.

Síðbúinn hádegismatur á standi, kebabtallrik (þýðir tallrik annars diskur á sænsku?), borðað úti á torgi með vettlinga. Ekki séns að ég gæti klárað. Þokkalegasti matur en ekkert í líkingu við æðislega kebabið hjá Tyrkjanum okkar úti í París samt.

kebabtallrik

Til baka á hótelið enn og aftur. Hékk á netinu og las til sirka hálfsex þegar ég drattaðist aftur af stað niður í bæ. Hafði séð snilldargjöf fyrir litla gutta, banananestisbox, keypti slíkt á heilar 15 krónur sænskar og fyllti síðan með nammi (já, veit…) (gutti er síðan búinn að nota nestisboxið stanslaust síðan ég kom heim. Nammilaust, svona oftast allavega).

Klukkutími í tónleika, hinir gaurarnir uppi á hóteli, endaði aftur á fjárans McD eftir að hafa ráfað um stræti og torg leitandi að veitingastöðum sem ég þyrði að vera viss um að tækju ekki nema hálftíma í að leyfa mér að panta, koma með mat og ég að borða. Ekki um auðugan garð að gresja, eins og mig annars hefði langað í hitt og þetta sem ég sá á útstilltum matseðlum.

Tónleikar Hafdísar voru síðan þrælflottir, sérstaklega hennar verk. Fínn flutningur líka. Fór á eina aðra, lettnesk þjóðlagagrúppa, skrautlegir búningar en frekar þreytandi músík.

Aftur á hótel, las til hálftvö áður en ég hrundi út af.

5 Responses to “Svíþjóð dagur 2”


 1. 1 ella 2012-11-17 kl. 15:08

  Rámar í tallerker = diskar á einhverju norðurlandamálinu.

 2. 2 hildigunnur 2012-11-18 kl. 20:39

  já diskur heitir sko tallerken á dönsku, það veit ég 🙂

 3. 3 Jón Hafsteinn 2012-11-21 kl. 14:50

  Þetta er merkilegt fyrirbæri, þessi veitingahús með borðin úti á gangstétt sem halda þeim þar fram í rauðan dauðann þrátt fyrir að vera staðsett á norðurlöndum en ekki mið-Evrópu. Ég velti þessu oft og mörgum sinnum fyrir mér í Köben. Brrr…

 4. 4 Jón Hafsteinn 2012-11-21 kl. 19:59

  Þetta er merkilegt fyrirbæri, þessir veitingastaðir sem hafa borðin úti á gangstétt fram í rauðan dauðann, jafnvel um miðjan vetur, þrátt fyrir að vera staðsettir á norðurlöndum. Þá sjaldan að snjóaði í Köben sá maður starfsfólkið sópa snjóinn af borðunum á morgnana og gera svo klárt fyrir gesti að sitja við þau og borða. Brrrrrr…

  Hvernig er það annars, gæti verið að komment frá mér séu að lenda í spam filter hjá þér? Þegar ég kommenta úr vinnunni er eins og WordPress éti færslurnar.

 5. 5 hildigunnur 2012-11-21 kl. 22:34

  heyrðu já þar voru þau öll með tölu! Var ekkert búin að kíkja á spamfilterinn…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

nóvember 2012
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: