Svíþjóð dagur 1

úff dagur! Illt í tánöglunum. Ekki gott að keyra sig í nýlegum skóm þó þeir séu frá Echo. Hélt að ég hefði verið búin að ganga þá alveg til en það var víst svolítið frá því.

 

Ég var semsagt að fara á Norræna tónlistardaga í Stokkhólmi. Hafði verið í prógrammnefndinni og þá fær maður að fara og fylgjast með hátíðinni. Þrjú íslensk tónskáld áttu verk á hátíðinni, Hafdís Bjarnadóttir, Haraldur V. Sveinbjörnsson og Áki Ásgeirsson. Áka verk var reyndar flutt á miðvikudeginum en ríflega helmingur hópsins kom ekki fyrr en á fimmtudegi þannig að við misstum af hans verki og hinum á fyrsta kvöldinu.

 

Jæja, dagurinn byrjaði samt vel lengi fram an af. Vakna klukkan fimmsnemma eða ríflega svo, Kjartan sótti okkur Pétur (framkvæmdastjóra Myrkra músíkdaga og Norrænna tónlistardaga á Íslandi) og Halla. Hafdís og Palli, maðurinn hennar höfðu farið tveimur dögum fyrr og Áki 4-5 dögum.

 

Innritun og smá verslað, ekki mikið samt. Keypti samt tvær bækur. Hafði ekki þorað annað en að vera í lopapeysunni minni þar sem ekki er á vísan að róa með hitastig á þessum tíma. Hún kom sér vel í flugvélinni en var síðan ekki notuð meira alla ferðina nema þá sem rauðvínsflöskuböffer.

 

Kjartan og Pétur voru síðan að flýta sér einhver ósköp á fundi og ruku beint úr vélinni inn í bæ. Höfðu ekki tékkað inn töskur þannig að þeir voru snöggir út í lest. Við Halli vorum hins vegar ekki eins tímabundin, sóttum töskur og tókum síðan lest niður á aðalbrautarstöð. Þar skildi leiðir, ég tók leigubíl á hótelið, tók einn og hálfan óratíma, örugglega álíka lengi og það hefði tekið fyrir mig að labba, hellings umferð og bíllinn mjakaðist varla áfram.

Ekkert var um að vera á hátíðinni fyrr en um kvöldið þannig að ég náði í miðana sem höfðu verið teknir frá fyrir mig. Orðin svöng og ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og fara á MacD og síðan að fara bara í þær útréttingar sem ég ætlaði mér í ferðinni.

 

Inni í þeim var ekki ein einasta H&M ferð. Hin í den islandske delegation sluppu ekki eins vel.

 

Ég fór hins vegar í ríkið með óskalista frá bóndanum. Fékk allt sem á listanum var, þetta fínasta Systembolag á Regeringsgatan. Rambaði síðan á hönnunarbúð og fékk þar jólagjafir handa dætrunum. Frágengið (nú verða þær væntanlega viðþolslausar af forvitni)

 

Aftur á hótelið í góða stund, svo fórum við Pétur til að finna staðinn þar sem kvöldtónleikarnir áttu að vera, Pétur hafði ekki náð í miðana sína þar sem afgreiðslan lokaði snemma, smá klúður en kom reyndar ekki að sök.

Tónleikar/uppákomur kvöldsins voru allar rétt hjá að mestu leyti aflögðu samgöngumannvirki sem heitir Slussen. Ég hafði farið þar og skoðað þegar við vorum að ákveða verkin á hátíðina en tókst samt ekki að ramba á venjúið þrátt fyrir að við leituðum og leituðum. Fyrstu tónleikarnir voru síðan úti, lúðrasveitaverk með 3-4 sveitum hér og þar um svæðið, samanstóð aðallega af nokkrum nótum sem kölluðust á, upp og niður, ég saknaði þess að nýta ekki miðlana betur. Hittum á hin ásamt sænska formanninum sem rataði auðvitað á venjúið. Þar voru þrjú frekar flott vídjóverk ásamt lifandi flytjendum. Slepptum síðustu tónleikunum enda byrjuðu þeir ekki fyrr en hálftólf um kvöldið og dagurinn var orðinn ári langur. Leigubíll upp á hótel og steinsofnaði.

 

Smá brot úr einu verkanna í Slussen klúbbnum:

7 Responses to “Svíþjóð dagur 1”


 1. 1 Jón Hafsteinn 2012-11-13 kl. 17:57

  Þetta var spes verk! Kannski er ég bara svona skrýtinn… 🙂

 2. 2 Jón Hafsteinn 2012-11-14 kl. 07:49

  Það mætti halda að WordPress væri eitthvað móðgað út í mig núna (sennilega fyrir bloggleysi). Ég er búinn að skrifa inn þrjú komment (og þetta er það fjórða) við samtals þrjár færslur á tveimur ólíkum WordPress bloggum og ekkert þeirra sést. Prófa einu sinni enn bara til að vera viss… 😉

 3. 3 Jón Hafsteinn 2012-11-14 kl. 07:55

  Hmmm, þetta fór í gegn. Ætli ég geti bara kommentað heima en ekki í vinnunni?

  Annars hljómar þessi músík svolítið eins og tölvuleikja soundtrack. Super Mario er greinilega menningarlegri en ég hélt 😉

 4. 4 hildigunnur 2012-11-14 kl. 10:06

  hehe já Super Mario er vanmetið tónlistarsnilldarverk 😀

 5. 5 Jón Hafsteinn 2012-11-14 kl. 13:29

  Mig minnir að ég hafi einhverntímann séð auglýsta tónleika (ekki hér á landi) þar sem sinfóníuhljómsveit flutti vel valin tölvuleikjastef. Eitthvað fyrir SÁ kannski…

 6. 6 hildigunnur 2012-11-21 kl. 22:35

  já þetta var spes verk, setti það einmitt meðal annars inn þess vegna 😉 Tölvuleikjastef hmm já heldurðu að SÁ réði við svoleiðis? Iðulega þrælsnúin.

 7. 7 Jón Hafsteinn 2012-11-22 kl. 08:29

  Það má alltaf reyna! 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2012
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: