Dagur tuttuguogtvö. Heim.

Eins og fríið var búið að vera snilldarlegt var alveg kominn tími á heimferð, ég held við höfum öll verið komin í þann gír.

 

Mætti halda að við værum að fljúga frá Keflavík með þægilega morgunfluginu, vélin okkar fór klukkan átta um morguninn og við ætluðum að vera mætt um sexleytið þó við þyrftum þess strangt til tekið ekki, þar sem við höfðum bókað okkur inn á netinu daginn áður og prentað út brottfararspjöld. Leigubíllinn okkar (líka pantaður á netinu – ekki smá þægilegt) kom fjórum mínútum of seint, gerði ekkert til því við vorum rétt nýkomin út með dótið okkar. Veitti ekkert af rúmum klukkutíma til að koma sér á lappir, morgunmat og síðustu yfirferð yfir íbúðina. Ferðin á völlinn talsvert fljótlegri en þegar við komum, nánast engin umferð inni í París og þó talsverð umferð væri á Periferique (hringveginum um París) gekk hún hratt og vel fyrir sig.

 

Það reyndist hin mesta snilld að hafa innritast á netinu, óralöng röð við innritunarborðin en enginn í röðinni sem stóð Netinnritun. Rukum beint í gegn. Mjög sérkennilegt reyndar, það virtist ekki vera neitt um Íslendinga í þessari vél, heyrðum enga íslensku í röðinni, né heldur í biðsalnum uppi. Eyddum lausu evrunum í dökkt M&M á vellinum. SAS lounge var ekki opið þannig að ekki fórum við í slíkt, bara keyptum okkur dísætan franskan morgunmat.

 

Ef maður fengi nú svona bolla…

Heilsað á útlensku í vélinni og fluggengið var bara hissa þegar við tókum undir á íslensku. Ég held svei mér þá að við höfum verið einu Íslendingarnir í vélinni. Grilljón ferðamenn að koma að heimsækja okkur en engir Íslendingar í París. Reyndar höfðum við ekki heyrt neina íslensku allan tímann nema auðvitað þegar við hittum Parísardömuna og krakkana hennar. Meira að segja klikkaði H&M – ég hélt að það væri pottþéttur staður til að hitta á Íslendinga. Þetta náttúrlega gengur engan veginn – farið nú að drífa ykkur til Parísar og þá helst í gönguferð með Parísardömunni. Ég er búin að fara í fjórar, Mýrina, Latínuhverfið, Montmartre og nú síðast Versali í þessari ferð. Hundrað evrur á manninn fyrir Versalaferðina var virkilega ekki of mikið, frábær ferð. Gönguferðirnar eru síðan ódýrari og líka ógurlega skemmtilegar.

 

Flugið gekk ágætlega fyrir sig þrátt fyrir að vélarræfillinn hafi ekki haft skemmtiefni, enginn skjár í sætisbaki og ekkert hægt að fylgjast með hvert við værum komin. Krakkarnir fengu samt PSP tölvur lánaðar. Ég pikkaði ferðasögulok á vélina mína, verður síðan snilld í haust þegar hægt verður að fara á netið í vélinni. Ekki að ég láti mig dreyma um að það verði ókeypis, allavega ekki til að byrja með.

 

Lent heilu og höldnu í Keflavík, Fífa náði í okkur, gott að koma heim.

Auglýsingar

1 Response to “Dagur tuttuguogtvö. Heim.”


  1. 1 Guðlaug Hestnes 2012-10-31 kl. 23:30

    Heyrðu mín elskuleg, nú fer sko að vanta á síðuna, Þó ekki væri nú bara kisan með kærri kveðju.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 365,504 heimsóknir

dagatal

september 2012
S M F V F F S
« Ágú   Okt »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: