Dagur tuttuguogeitt. Lokahnykkurinn.

Ekki nenntum við nú að vakna snemma, maður er svo sem ekkert vanur að venja sig á að vakna fyrir allar aldir þegar flogið er með þægilega morgunfluginu frá Keflavík. Lætur sig bara hafa það að stilla klukkuna og vera syfjaður.

Eftir morgunmat var stefnt á mega ostainnkaup. Reiknuðum nú reyndar ekki með að vera með heil fjögur kíló, ferskostar geymast ekki alveg SVO vel og lítið varið í að koma með einhver ósköp af osti til að hann skemmdist bara í ísskápnum. Foie gras var líka keypt (nei ég kaupi ekki þetta með illu meðferðina á gæsunum, sjá hér. Reyndar ekki besta greinin um þetta, ég finn hana ekki).

Til baka heim, henda ostunum í ísskápinn, sækja Freyju sem ekki hafði nennt á markaðinn og út að borða í hádeginu. Rétt hjá okkur var lítið veitingahús sem lét ekki  mikið yfir sér. Frakkarnir höfðu nú samt mælt með því og við höfðum allan timann verið að hugsa um að drífa okkur nú þangað, gengum fram hjá því nánast daglega. Einhvern veginn hafði það nú samt æxlast þannig að þegar við ætluðum út að borða var það annaðhvort eitthvað smotterí eða oftar í samhengi við eitthvað sem við vorum að sýsla annars staðar í bænum. Þannig að þetta var síðasti möguleikinn á því að borða á hverfisveitingahúsinu okkar.

Á leiðinni niðureftir hafði Jón á orði hvað við ættum að gera ef okkur litist ekki á neitt á matseðlinum. Finnur tautaði eitthvað um sushi en meira var ekki rætt. Settumst á útiborð á staðnum og fengum að sjá matseðilinn sem var handskrifaður á krítartöflu.

Andalæri í hunangs/karrísoði á la /po.za.da/

Skemmst frá því að segja að þetta var sá almest spennandi matseðill sem við höfðum séð alla ferðina. Hefði getað hugsað mér að panta allavega fimm af átta aðalréttum á listanum, svipað með forréttina og eftirréttina. Stutta tilboðið (forréttur+aðalréttur eða aðalréttur+eftirréttur) kostaði 13 evrur, þriggja rétta kostaði 16 evrur. Fengum okkur öll aðalrétt og desert, kjúklingurinn í salatinu hans Finns var fullkomlega steiktur og ávextirnir og grænmetið ferskt og brakandi, kálfurinn hennar Freyju frábær og hárrétt eldaður og andalærin okkar Jóns í hunangs/karrísósu voru púra unaður. (matarklám dagsins í boði Hildigunnar).

Ég fór næstum því að gráta að vita af þessum stað og hafa bara borðað þarna einu sinni allar þrjár vikurnar. Ég stakk meira að segja upp á því að við myndum borða þarna aftur um kvöldið. Hálfpartinn í alvöru. Gerðum það nú samt ekki þar sem við áttum rauðvínsflösku sem við þurftum eiginlega að klára með kvöldmatnum (mjög góða en þó ekki svo fína að það tæki því að fara að pakka henni niður í tösku til að fara með heim og borga af í tollinum).

Nújæja, eftir þennan unaðslega mat var ekki til setunnar boðið, heim og pakka og þrífa til að skila íbúðinni vel af okkur. Þurfti nú ekki mikið til, við vorum ekki búin að drasla mikið til, smá afþurrkun, pakka okkar eigin dóti, henda handklæðum í þvottavél og ryksuga og sópa.

Hef ég minnst á hvað ég hata pokaryksugur heitt og innilega? Nei? Þá geri ég það núna. Ég hata pokaryksugur! Heitt og innilega!

Slátrarinn og boeuf tournedos – heitir það ekki turnbauti á íslensku? Ekki viss um að hafa prófað svoleiðis áður. Fyrst bjó Jón Lárus samt til fyrir mig uppáhalds kokkteilinn okkar, Love in the Afternoon. Reyndist betri en heima, jarðarberin voru sætari og betri og cream of coconut sem við keyptum var þykkt og æðislegt. Lúxusátdagur.

Tróðum ofan í töskurnar öllu sem hægt var, horfðum á úrslit í 200 metrum karla og sigurvegarnn með stælana og fórum síðan að sofa. Miðað við hvað ég var hroðalega syfjuð yfir Ólympíuleikunum tók samt ótrúlegan tíma að sofna, var ekki dottin út fyrr en undir miðnætti.

4 Responses to “Dagur tuttuguogeitt. Lokahnykkurinn.”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 2012-09-1 kl. 12:09

  Aldrei heyrt um þetta hanastél fyrr.

 2. 2 Guðlaug Hestnes 2012-09-2 kl. 20:42

  Takk fyrir að fá að lesa með kveðju í bæinn.

 3. 3 hildigunnur 2012-09-4 kl. 13:34

  Frú Sigurbjörg, þetta er alveg ógurlega gott 🙂 Gulla takk fyrir að lesa!


 1. 1 París Dóm ferð, troisième jour | tölvuóða tónskáldið Bakvísun við 2018-06-13 kl. 18:04

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: