Dagur tuttugu. Montmartre.

Styttist í fríinu, tveir dagar eftir. Freyja hafði beðið þess í ofvæni að fara til Montmartre og skoða, ekki Sacré Coeur og heldur ekki Rauðu mylluna heldur kaffihúsið sem Amélie er tekin upp í að miklu leyti. Amélie er ein af uppáhalds myndum dótturinnar nefnilega.

árbítur

Vaknaði rúmlega sex, vakti hin um sjöleytið (krakkarnir fengu samt að sofa pínu lengur þó ég ýtti aðeins við þeim). Var svo hundsyfjuð sjálf og lagði mig smá aftur. Gat samt ekki sofnað. Allir komnir á fætur fyrir tíu og lögðum í hann upp úr því.

Tvisturinn að Rauðu myllunni, enginn hafði séð hana nema ég, fór reyndar þar á sýningu með Suzukigenginu. Myndataka og svo stefnt á Amélieslóðir. Fundum kaffihúsið hennar og auðvitað urðum við að setjast þar og fá okkur petit dejeuner. Samt ekki morgunmat Amélie, hann var fullstór fyrir okkur sem vorum jú búin að fá okkur morgunmat. Þrjú egg og bagetta og pain au chocolat og hvað veit ég? Allavega var nýkreisti appelsínusafinn, litla bagettan með smjöri og sultu og tebollinn bara ansi gott. Við Jón pöntuðum okkur svoleiðis, Finnur var ekki orðinn svangur, Freyja eiginlega ekki heldur en þáði súkkulaðibrauðið mitt. Finnur hefur aldrei séð Amélie, ekki að vita nema hann verði settur fyrir framan varpið þegar við horfum aftur heima til að rifja þetta allt saman upp.

Áfram á Amélieslóðum, fundum grænmetis- og ávaxtamarkaðinn með leiðinlega gaurnum (væntanlega samt ekki sá sami að afgreiða) og húsið hennar, að við höldum.

Skoðuðum Salvador Dali safnið, ekki fór það nú svo að við færum ekki í eitt listasafn í allri þessari löngu Parísarferð. Höfðum ákveðið að sleppa Louvre alveg, svona risasöfn heilla mig nákvæmlega ekki neitt eins og ég hef áður talað um, Picasso safnið var lokað, verið að taka það í gegn í ár og Orangerie náðum við ekki fyrir löngu biðröðinni upp í turn Notre Dame daginn áður. Dali safnið var æðislegt, mjög fjölbreytt eins og hans langi ferill. Meira að segja Finni þótti gaman að skoða listaverkin.

Þægilegur þessi

Gengið svo gegn um stóra listamannamarkaðinn á hæðinni rétt við Sacre Coeur. Féllum bara fyrir ís. Að kirkjunni, ísinn ekki alveg búinn þannig að við ákváðum að ganga upp með hliðinni á henni. Þar var teiknari næstum búinn að veiða Finn, byrjaður að setja strik á blað þegar við orguðum á hann að koma. Teiknarinn var voða móðgaður og sagðist bara ætla að teikna hann fyrir sitt eigið safn, it’s ART you know! Ég: Uhumm en við borgum sko ekki! Hann: Ég teikna og svo ef ykkur líkar teikningin þá kaupið þið hana. Við: Jáneitakk! Kunni tæpast við að ganga aftur sömu leið til baka, en þá var gaurinn reyndar farinn eitthvert annað.

Sacre Coeur sló í gegn, Freyju fannst hún fallegasta kirkja sem hún hefði nokkurn tímann séð. Hún er auðvitað mjög falleg, það er alveg satt.

Niður tröppurnar sem við sluppum við að ganga upp með því að fara þessar krókaleiðir. Það er nú ansi skemmtilegt þarna, þrátt fyrir óteljandi skransala með draslið sitt. Tók mynd niður einn rampinn, efsti skransalinn var lítt hrifinn og tók fyrir andlitið. No photos, no photos!!!

skransalinn

Komin alveg niður settumst við á bekk til að ákveða hvað næst. Langaði pínulítið að skoða stóra kirkjugarðinn aðeins vestar, plönuðum að kíkja þangað og ganga svo norður fyrir Montmartre hæðina og taka metró á stöðinni hennar Amélie.

Að kirkjugarðinum komumst við klakklaust, sáum reyndar ítalska ísbúð á leiðinni með melónuís, dauðsá eftir hindberjaísnum sem ég hafði fengið mér á markaðnum þó sá hefði verið fínn. Ítalskur melónuís er algerlega toppurinn. Nú, eitthvað fór lítið fyrir hliðum á blessuðum kirkjugarðinum, gengum meðfram heilli hlið, enginn inngangur, fyrir horn, ekkert sjáanlegt. Væntanlega hefðum við þurft að fara í hina áttina en þegar þarna var komið nenntum við ómögulega að fara til baka eða allan hringinn þannig að í staðinn var ákveðið að fá okkur eitthvað að drekka á næsta álitlega stað.

Slíkur fannst um 10 mínútum síðar (já við vorum komin út af mesta túristasvæðinu). Ágætis staður, örstutt frá metróstöðinni. Finnur var eitthvað önugur og við uppgötvuðum að hann hafði eiginlega ekki borðað neitt síðan einn Chocapic (nokkurs konar kókópöffs) disk um morguninn. Bara sítrónusafaglas á Amalíukaffi og svo einn ítalskan ís. Ekki beinlínis besta næringin. Hann hresstist allur við af bagettubita og appelsíni.

Fundum stöðina hennar Amélie, óvenju falleg af metróstöð að vera. Heim í íbúð með smá stoppi í bakaríi og crépuvagni og búð. Crépan í vagninum reyndist mikið betri en á staðnum, eiginlega algjört æði.

Auglýsingar

1 Response to “Dagur tuttugu. Montmartre.”


  1. 1 Frú Sigurbjörg 2012-09-1 kl. 12:14

    Salvador Dali er einfaldlega draumur, súrealískur draumur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,956 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: