Dagur átján. Afmæli og matarboð

Við bóndinn eigum marga merkisdaga, daginn sem við hittumst (skutum reyndar á hann, fundum ekki út nákvæma dagsetningu, haldið upp á hann samt), daginn sem tilhugalíf byrjaði, daginn sem við byrjuðum saman, óopinber trúlofunardagur, opinber trúlofunardagur og svo brúðkaupsafmæli. Seinni partur sumars og fyrst um haustið er undirlagður þessum dögum (ókei opinbera trúlofunin varð ekki fyrr en 4. nóvember). Klárt að einhver þessarra daga myndi lenda á þriggja vikna fríinu okkar í París.

Héldum upp á daginn með því að gera ekkert fram eftir degi og bjóða uppáhalds Parísarbúunum okkar í mat um kvöldið. Höfðum plottað að fara á upsagrýluveiðar en unglingurinn nennti ekki, var of þreytt eftir Versalaferðina. Frestuðum semsagt turnklifri enn og aftur.

Út í búð að kaupa naut og svín og pylsu og beikon, já rétt til getið, bolognese frá grunni í kvöldmatinn. Fyrir utan að vera einn af aðal uppáhaldsréttunum okkar ætti það líka að ganga í krakkana sem kæmu í matinn. Bakaríið reyndist lokað þannig að leit hófst að öðru opnu, litlar franskar kökur í desert. Gestirnir ætluðu að koma með forréttinn.

Á leiðinni í búðina rákumst við á þetta:

Ofurmálningarsletta

Þetta var greinilega götumálning, semsagt svona fyrir götumerkingar, miðlínur og viðlíka og mun verða þarna þar til skipt verður um gangstétt. Tja nema þeir ákveði að skipta bara strax.

Fundum annað án þess að þurfa að fara niður í túristamiðbæ, ágætt, þurftum heldur ekki að fara í bakaríið sem er næst okkur, það var lokað á laugardeginum og ég hugsa að það hafi verið opið þennan dag en við hættum að versla þar vegna fýlu í afgreiðslukonunum. Þær voru eina tilfellið sem við lentum í af erkitýpunum útrunnu ‘dónalega franska afgreiðslufólkinu’ sem nennir ekki að reyna að skilja mann, hvorki á broguðu frönskunni og alls ekki á ensku.

Eldamennska og svo eitt stykki handboltaleikur. Bolognesan tókst bara þetta ljómandi vel þrátt fyrir að hafa verið sinnt í pásum í boltaleik (djóhók, alltaf sinnt þegar bjallan hringdi enda vorum við nú misföst við leikinn).

Gestirnir komu með ótrúlega góðan forrétt, andahjörtu, snöggsteikt á pönnu og salat með dressing. Hefði auðveldlega getað borðað svona hjörtu sem aðalrétt. Fáránlega góður matur, mjúkt og meyrt fyrir allan peninginn. Selst nær eingöngu í Périgord héraði, enginn annar vill víst sjá þennan frábæra mat. Sud Ouest ftw! Parísardaman varð impóneruð yfir að krakkarnir voru alveg til í að smakka hjörtun, ekki týpískir íslenskir krakkar.

Þrátt fyrir að allir fengju ábót af hjörtunum og salatinu varð bara kurteisisrest eftir af bolognesinu. Sárhneyksluðum Frakkann með því að skera sundur kökurnar þannig að hver gæti smakkað tvær týpur. Þannig gerir maður sko ekki í Frakklandi. Held hann hafi nú samt getað fyrirgefið okkur. Tókst samt að velja tvisvar sinnum hindberjaköku svo hann þyrfti allavega ekki að þola að deila tegundum!

guttarnir og DSinn

Spjallað mikið lengra fram eftir kvöldi en þau áttuðu sig á, vonandi festust þau ekki niðri í metrokerfinu! Finnur og Kári smullu saman síðkvölds yfir Nintendo DéEssinum hans Finns, ég þykist vita hvaða græja verði á næsta jólagjafaóskalista hins yngri.

0 Responses to “Dagur átján. Afmæli og matarboð”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.762 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: