Dagur sextán. Sosum ekkert merkilegt. Blogg samt

Markaðurinn um morguninn eins og aðra markaðsdaga. Keyptum allt nema kjötið fyrir matarboðið sem stefnt var að á mánudegi. Drógum krakkana á fætur um hádegið, ætluðum að fá okkur crépes í hádegismat, Finnur hafði náðarsamlegast fengið leyfi til að borða sætan hádegismat. Crépustaðurinn reyndist síðan lokaður, þetta var annað skiptið sem við ætluðum á þennan stað og hann var ekki opinn. Þar sem við stóðum og reyndum að sjá hvenær væri eiginlega opið þarna komu að tvær franskar stelpur og tilkynntu okkur að þeir sem rækju staðinn væru gyðingar og þess vegna væri lokað – laugardagur sko. Ah.

Tyrkirnir með kebabstaðinn handan við hornið létu sér fátt um finnast um laugardaginn og þar fengum við hið fínasta kebab. Lambakjötið á spjótinu sem við Jón fengum var annaðhvort frá Íslandi eða þá að Guðni Ág hafi gersamlega rangt fyrir sér um að íslenska lambakjötið sé það eina æta í heiminum. Einhvern veginn er ég örlítið efins um að Tyrkirnir notist við rándýrt innflutt lamb. Freyja bjó til listaverk úr því sem hún gat ekki torgað:

kebabbátur með brauðsegli á frönskusjó

Næst bakarí og fleiri makrónukökur, þrjár flöskur af bragðbesta vatninu keyptar, á því stendur Gott fyrir ungbörn og Íslendinga. Þetta með Íslendingana er lygi. Kíktum yfir á Nation torgið sjálft inni í sjö akreina hringtorginu (já það voru gönguljós þangað), þar voru ekki túristar heldur aðallega rónar. Flott torg samt.

Nation

Heim og ég steinsofnaði í tvo tíma, spjallaði síðan við Parísardömuna um Versalaferð dagsins eftir, spáin var ekki sérstök og ég stakk upp á því að við færðum ferðina en þegar ég komst að því að þá sæjum við ekki gosbrunnana kom það sko ekki til greina. Algjör vatnsfíkill, gosbrunnar, fossar og lækir, brim, dýrka það. Ekki samt rigningu neitt sérstaklega.

Jón og Freyja út í smá labb, við Finnur eftir heima, skellti á mig fjólubláu naglalakki, má ekki minna vera fyrir Versali, er það annars?

Rísottó og Milanese sneiðar um kvöldið, ágætt en cordon bleu sneiðarnar frá slátraranum voru betri en þessar Milanese. Frekar kaupa þær aftur.

Brjálaður háspennuleikur Ísland-Frakkland í handboltanum, Jón og Freyja horfðu á Rúv á netinu þar sem leikurinn var ekki nógu merkilegur til að Frakkarnir sýndu hann beint. Spes reyndar þar sem þeir sýndu seinni hálfleik af Íslandi-Svíþjóð nokkrum dögum fyrr. Reyndar var sá leikur talsvert seinna um kvöldið og væntanlega ekkert meira spennandi í gangi á ólympíuleikunum. Eins og lesendur muna væntanlega tryggði íslenska landsliðið sér sigur í riðlinum með því að vinna það franska, glæsilega gert.

Snemma að sofa, þurftum að vakna fyrir allar aldir daginn eftir. Þau hin það er að segja, ég vakna jú alltaf klukkan sjö…

0 Responses to “Dagur sextán. Sosum ekkert merkilegt. Blogg samt”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: