Dagur fjórtán. Ljósasjó

Þessi dagur var lagður upp sem afslöppun, hringdi í Parísardömuna fyrir hádegið til að plotta Versalaferð og matarboð, kjöftuðum í tæpan klukkutíma. Komst þá meðal annars að því að það var ekkert þak á niðurhali í gangi heldur hafði Orange síma- og netfyrirtækið verið í einhverjum vandræðum með tengingar. Döh! Fórum síðan ekkert út fyrr en um hádegið og þá út að borða. Ítalskur staður við Nation torgið varð fyrir valinu, höfðum rekist á hann á vafri okkar um svæðið. Píadínur stukku af matseðlinum og við bara urðum að prófa. Krökkunum leist samt ekkert á möguleikana á áleggi, enginn geitaostur og hunang eða parmaskinka, klettasalat og mozzarella, hvað þá nutella þannig að þau fengu sér borgara sem reyndust ljómandi góðir.

þriggja osta píadína

Píadínurnar okkar Jóns voru fínar, þriggja osta (Jón) og sveppir og kjúklingur (ég), kjúklingabringurnar reyndar fullmikið eldaðar eins og á öllum nema bestu veitingahúsum. Hvað er með að ofelda kjúklingabringur? eins og þær eru rosalega góður matur þegar þær eru rétt eldaðar þá eru þær óspennandi orðnar þurrar (ég hef ennþá aldrei fengið heileldaðan kjúkling þar sem bringurnar voru ekki þurrar – mismikið auðvitað samt. Maður ætti kannski að prófa að smjörsprauta þær eins og kalkúnabringurnar. Eða bara elda þetta aldrei saman eins og ég reyndar geri).

Komum við á netkaffi á leið heim til að prenta út miðana sem við vorum búin að kaupa fyrir Ástríksskemmtigarðinn daginn eftir, prentarinn í íbúðinni var bilaður.

Svo vorum við bara inni fram á kvöld, stefndum á Eiffelturninn eftir sólarlag til að sjá blikkandi ljósin og upplýsta gosbrunnana á Trocadéro. Tókum lestina upp úr klukkan níu á stöðinni okkar, afskaplega fámennt í lestinni sem var ágætt. Eiffelturninn sveik ekki, rosalega flottur, reyndar voru gosbrunnarnir ekki upplýstir sem kom mér á óvart. Finn dauðlangaði í ógurlega flott vasaljós sem einhverjir skransalar voru með á Trocadéro torginu. Við harðneituðum þar sem yfirleitt er svonalagað óttalegt rusl, hægt að leika sér með það tvisvar og svo ónýtt. Væri reyndar sjálf alveg til í svona ljós, sendu marga græna depla í stað eins stórs hvíts. Stemningin á torginu var gríðargóð, fullt af fólki og allir að taka myndir og vídjó auðvitað.

Gengum hringinn kring um gosbrunnana, sáum strák spila á selló og gáfum honum tvær evrur, hann var nokkuð góður bara.

Varla þarf nú að kynna þennan:

Sigldum aftur á Trocadéros metróstöðina, á leiðinni niður tröppurnar að pallinum stóðu tvær stelpur og spjölluðu saman, voru svolítið fyrir. Strákur kom upp á móti, Finnur komst ekki með góðu móti og stoppaði. Ég: Finnur! áfram! Handviss um að strákurinn væri vasaþjófur og stelpurnar væntanlega í slagtogi við hann, frekar dularfullt hvernig þær breiddu úr sér þarna á tröppunum. Við vorum sem betur fer í vasaþjófamode (Freyja með hendurnar á myndavélinni og ég hélt í rennilásinn á töskunni) ekki nokkur leið að stela frá okkur án þess við tækjum eftir því alla vega. Sluppum að minnsta kosti með allar eigur með okkur í lestina.

Grilljón manns á pallinum, allir á leið heim eftir ljósasjóið á Eiffel. Troðfull lest, við Finnur náðum sætum en svo stóð hann upp eftir 2-3 stöðvar þegar inn kom móðir með lítinn strák steinsofandi á öxlinni. Fækkaði síðan smátt og smátt þegar miðbænum sleppti.

Eitt leiðinlegt sá ég, inn í lestina kom ungt par, strákurinn hélt fast í upphandlegg stelpunnar og nánast dró hana með sér inn í lestina. Hún settist svo í fangið á honum en þetta tak var frekar ljótt og ég efast ekki mikið um að þetta sé ofbeldissamband. Gerði auðvitað ekkert samt, ótalandi málið og veit svo sem ekki hvað ég hefði getað gert þó ég hefði getað tjáð mig almennilega.

Háspennuhandboltaleikur við Svíþjóð sýndur í franska sjónvarpinu þegar við komum heim, svo bara sofa. Langur dagur framundan.

Auglýsingar

0 Responses to “Dagur fjórtán. Ljósasjó”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,943 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: