Dagur átta. Aquaboulevard

Þessi dagur átti að fara í vatnsleikjagarðinn eins og hann lagði sig. Dagurinn sko. Ég vaknaði í svitakófi sem ekki tengdist aldrinum klukkan hálfsex, opnaði alla glugga og svaladyr til að reyna að vinna á mollunni. Það gekk reyndar alveg fínt, það hafði kólnað niður í svona 25° og ég náði smá gegnumtrekk. Gat samt ómögulega fest svefn upp á nýtt, sudokubókin mín sem er annars eðal svefnmeðal var inni hjá Finni og ég vildi ómögulega vekja hann svona snemma. Las í staðinn og auðvitað var bókin mín allt of spennandi.

Skriðum nú samt ekki á fætur fyrr en um hálfáttaleytið og krakkarnir um klukkutíma síðar. Ætluðum ekki að lenda í morguntraffíkinni frá Nation yfir á Montparnasse aftur þannig að við fórum ekki af stað fyrr en klukkan hálftíu.

Splass

Eftir 20 stöðvar af grænni línu og 5 stöðvar af bleikri komum við á stöðina næst Aquaboulevard vatnsleikjagarðinum. Tókst að fara vitlaust og labba tæplega tveggja kílómetra krók – hefði verið hægt að komast hjá því með að líta í kring um okkur þegar við komum upp úr metróstöðinni. Inngangurinn í garðinn var semsagt 300 metra frá stöðinni en ekki tvo kílómetra. Bara í suður í stað austur. Þurftum að á á leiðinni og keyptum okkur vondar samlokur og ágætis vatn. Passa sig á þríhyrningssamlokum í Frakklandi, þær ná ekki Sómagæðum, ónei. Allavega ekki Sómasamlokunum með beikoni, sveppum og tómötum, þær eru toppurinn.

Rándýrt inn í garðinn rúmar 17 þúsund fyrir okkur öll. Vel þess virði samt, snilldar rennibrautir, ég fór nokkrar ferðir, Jón heldur fleiri og krakkarnir fleiri en þau gátu talið. Vorum þarna í þrjá klukkutíma og flúðum síðan þegar fór að rigna. Maður hefði getað orðið blautur sko! Í sólbaðinu (ekki mikil sól en samt nógu hlýtt til að liggja í sólstól) tók ég eftir að lærin á mér voru fjólublá. Fjólublá! Hafði keypt mér leggings sem náðu rétt niður fyrir hné á markaðnum nokkrum dögum fyrr og þær létu semsagt svona hroðalega lit.

Heim, vorum búin að plotta þennan pastarétt í kvöldmat en þegar til átti að taka gat ég ómögulega hugsað mér pasta þannig að við komum við hjá slátraranum á horninu og keyptum cordon bleu og kartöflur grillaðar í kjúklingalegi. Fáránlega gott. Vildi óska að það væru alvöru slátrarabúðir heima á Íslandi.  Nokkrir vísar að slíkum en allt of óalgengt.

Litfagrir drykkir

Kláraði fjórðu bókina mína um kvöldið og byrjaði á fimmtu – styttist í langlokuna, lagði samt ekki alveg í að byrja á henni, of þreytt eftir að hafa vaknað svona vibba snemma. Plottuðum um fjögur kíló af osti með heim – apéricubes er fyrirfram gefið, ásamt geitaosti handa Fífu.

0 Responses to “Dagur átta. Aquaboulevard”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.788 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: