Dagur sjö. Meiri hiti.

Vaknaði klukkan sjö og datt í hug að prófa hvort netið virkaði. Það gerði það sem betur fór. Sem þýddi að þó maður klári niðurhalið fær maður smá tíma á hverjum degi. Allavega mjög gott að komast aðeins í heimabankann og geta flett upp hinu og þessu. Já og bara oggupínu fb. Hefði verið glatað að geta ekki fundið út hvar vatnsgarðurinn sem stefnt var á á föstudeginum væri og sjá að veðurspáin hafði batnað aftur.

Matseðillinn

Um ellefuleytið drifum við okkur út, stefnt var á markað ekki langt frá og svo í hádegismat á Bistrot Paul Bert, svokallað neo-bistro, sem er ákveðin endurvakning bistrosins, fókuserar á þrjá góða rétti á viðráðanlegu verði í stað 9 rétta Michelin spreða sem fara með mann á hausinn. Höfðum fengið ábendingu um svona staði, ekki nákvæmlega þennan, ég gúglaði neo-bistrot og 11. hverfi og fékk þennan stað upp. Hann reyndist síðan vera í korta/leiðsögubókinni sem Frakkarnir gáfu okkur og líka í Lonely Planet bókinni okkar.

Sítrónulaxatartar

 

Markaðurinn var ekkert merkilegri en okkar markaður sem er nær, þyrftum ekkert að fara þangað aftur endilega. Í kring voru mjög skemmtilegar handverksbúðir, alls konar skóarar og bólstrarar og lyklasmiðir, mjög áhugavert hverfi. Verst að Fífa, aðal handverksáhugamanneskjan í fjölskyldunni var ekki með okkur.

Fengum borð á bistróinu og pöntuðum okkur þriggjarétta (við Jón) og tvíréttað (krakkarnir). Æðislegur matur og alls ekki dýrt. 18 evrur fyrir þríréttað, án víns.

Það var alveg fáránlega heitt þennan dag. Þegar við vorum búin að borða kíktum við í matvöruverslun rétt hjá bistróinu og ákváðum að þangað þyrftum við sannarlega að fara aftur, mun meira spennandi og betra úrval en í Franprixunum okkar. Þar fékkst líka uppáhalds vatnið okkar, Vattwiller (ég kallaði það aldrei annað en Rottweiler), tókum svo eftir því þegar við komum heim að það var sérstaklega auglýst sem gott fyrir smábörn. Smábörn og vatnvanda Íslendinga semsagt.

Komin heim klukkan rúmlega tvö og ekkert okkar langaði aftur út í hitann þannig að við opnuðum bara alla glugga til að það yrði líft í íbúðinni fyrir mollu og lásum og lögðum kapla restina af deginum.

2 Responses to “Dagur sjö. Meiri hiti.”


  1. 1 parisardaman 2012-08-18 kl. 22:53

    Oh, ég bjó þarna í hverfinu þegar bistro Paul Bert opnaði. Þá var ég svo fátæk að ég prófaði á endanum aldrei. Og nú gleymi ég alltaf að tékka á svona stöðum þegar ég leyfi mér að fara út…

  2. 2 hildigunnur 2012-08-18 kl. 23:45

    Bíddu bara eftir staðnum sem ég tala um næstsíðasta daginn okkar! Sló Paul Bert út af kortinu og var talsvert ódýrari!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.798 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: