Dagur sex. Netlaus

Þennan dag ætluðum við að taka því rólega, bakarí um morguninn, keyptum svo glænýjar bagettur að ég varð að rétta Jóni með asbestputtana þær, gat ekki haldið á þeim fyrir hita. Nýju sandalarnir mínir rétt réðu við bakarísheimsóknina, ekki að ég byggist við öðru reyndar, þó ég væri búin að reyna að venja fæturna mína við þá aðeins heima.

krakkarnir og Rossini

 

Eitthvað smá ætluðum við að kíkja á netið en þá var það bara dottið út. Við erum með svo mikið pláss á niðurhalinu okkar heima að við höfðum ekkert athugað að Frakkarnir væru mögulega ekki með endalaust pláss, krakkarnir voru búnir að vera að horfa á anime og Glee og einhverja fleiri þætti og nú vorum við óvart bara búin með kvótann. Að við héldum. Og nærri vika eftir af mánuðinum. Reyndum að ná í Frakkana til að athuga hvort netið myndi ekki örugglega detta inn um mánaðamótin þar sem við þyrftum víst að komast aðeins í heimabankann til að redda Visareikningnum. Pínu óþægilegt að komast ekki í póstinn en annars gerði netleysi svo sem ekki mikið til. Hugsa að Facebook reddi sér án okkar í vikutíma eða svo. Frakkar svöruðu ekki, reynt síðar.

 

Smurðum okkur bagettur og örkuðum í Pére Lachaise kirkjugarðinn. Kippti hlaupahjóli elstu Frakkastelpu með fyrir Finn. Í kirkjugarðinum reyndist nú ekki hægt að fara í neinn lautartúr, ansi þröngt milli legsteina og engar grasflatir né bekkir.  Fundum grafir Rossinis, Chopins, Jim Morrison og Charpentier, nenntum ekki að leita að Edith Piaf enda í hinum enda garðsins, rétt misstum af Poulenc (löbbuðum framhjá án þess að taka eftir), nokkrir fleiri sem við hefðum getað hugsað okkur að sjá. Ákváðum að rölta aftur þangað síðar, enda alveg kortérs gang frá íbúðinni okkar. Heim aftur og pikknikkið var bara úti á pínulitlu svölunum okkar. Bagettur með dijonnaise, skinku og þykkum sneiðum af góðum osti, ekki verst. Restin af deginum var meira og minna úti á svölum og músík úr tölvunni. Maður verður stundum að taka bara svona afslöppunardag (planaður næsta dag líka). Stóri kosturinn við að vera svona lengi í fríi er auðvitað sá að það er hægt að gera allt sem mann langar – þegar mann langar. Þarf ekki að þvinga allt inn í neinn tímaramma.

2 Responses to “Dagur sex. Netlaus”


  1. 1 Hulda 2012-08-16 kl. 17:19

    Takk fyrir að deila París með okkur! Pínusmá eins og að vera þar á þekktu slóðunum og svo fær maður nýjar hugmyndir um hvað má skoða næst og þarnæst og …….. Ahhhhh, París!

  2. 2 hildigunnur 2012-08-16 kl. 17:22

    Mín er sko ánægjan – og þetta er ekki nærri nærri búið 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.762 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: