Dagur fjögur. Eiffel og fleira

Flettum Eiffelturninum upp á netinu og sáum að vegna bilunar keyrði turninn bara á einni lyftu og búast mætti við tveggja tíma bið í biðröð til að komast inn. Hmm. Ekki ætluðum við að svíkja krakkana um útsýnisferð. Ákváðum að vakna snemma um morguninn og helst vera mætt um leið og opnaði, klukkan 9 að morgni. Rifum okkur þess vegna á fætur klukkan hálfátta og út úr húsi kortér yfir átta (eða reyndar náðum því nú ekki alveg, en fjórar mínútur ættu nú ekki að muna öllu).

Bein metróferð frá stóru stöðinni Nation, rétt hjá okkur, að stöð alveg í nágrenni Eiffelturnsins. Fundum sæti í lestinni, svona fellisæti við gangveg. Það voru mistök, hefðum átt að fara í almennileg sæti þó við hefðum ekki getað setið saman. Tveim stöðvum frá þar sem við komum inn snarfylltist allt af Parísarbúum á leið í vinnuna þannig að okkur var ekki sætt, maður varð að standa upp úr þessum sætum þar sem það tók minna pláss. Stóðum semsagt nánast allar 23 stöðvarnar, hátt í þrjú kortér.

Biðröðin var síðan auðvitað fleirihundruð metra löng þrátt fyrir að við værum mætt í hana nítján mínútur yfir níu. Fórum nú samt í hana, tók tæplega tvo klukkutíma. Í röðinni kom annar stelpuhópur, nú talandi, með svipuð undirskriftaspjöld, í þetta skipti með mynd af manni í hjólastól. Nei, létum ekki gabbast aftur! Lengdin á röðinni hefði ekki gert mikið til nema vegna þess að þegar við vorum komin nánast að miðasölunni duttu inn skilaboð á ljósaskiltin. Lokað upp í topp (Sommet fermé). Væntanlega vegna roks, það var þokkaleg gola. Súrt. Fórum samt upp á aðra hæð og löbbuðum hringinn. Það er nú ekkert slæmt útsýni þaðan heldur. En krakkarnir verða bara að eiga toppinn inni þegar þau fara næst til Parísar – ekki séns að við nenntum að fara aftur í svona biðröð í þessari ferð þó hún sé þriggja vikna löng.

Finnur kælir sig

Sársvöng þegar turninum sleppti, gengum samt upp að gosbrunnunum við Trocadéros, vættum fæturna í tjörninni hjá neðsta gosbrunninum (gott), horfðum á tvær stillingar á gosum, löbbuðum upp allar tröppurnar hjá Trocadéros og þaðan í metróstöð. Stefndum á Latínuhverfið til að fá okkur að borða á Rue Mouffetard.

Ítalskt veitingahús á torgi, ágætis pizzur, tókst að panta mér bjór/gosbland sem var fokvont, Jón náði að koma því niður en ég sníkti vatn úr flöskunni hennar Freyju. Þarna lánaðist síðan Finni loksins að fá tíramísúið sitt í þriðju tilraun.

Kíktum á Panthéon og Svartaskóla, sáum nafn Snorra Sturlusonar vitlaust stafað á háskólavegg, ekki viss hvaða bygging það er. Til baka á Mouffetard, einir sandalar keyptir og austurlenskt teikavei í kvöldmat. Alveg tekst manni að verða ótrúlega þreyttur á plampi í hita (já veit ég er að endurtaka mig frá deginum áður og þaráður). Metró, heim, sófi, úff. Höfðum  ofmetið svengdina þannig að helmingurinn af teikaveiinu dugði feikivel.

Auglýsingar

2 Responses to “Dagur fjögur. Eiffel og fleira”


  1. 1 parisardaman 2012-08-13 kl. 15:09

    Snorro Sturleson – áletrunin er á bókasafninu Bibliothèque Sainte Généviève, sem er háskólabókasafn en opið fullorðnum líka. Eldgamalt safn handrita og fleira spennandi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,753 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
« Júl   Sep »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: