París dagur eitt og hálft. Þangað

Hálft já – ég neita að skrifa sér dag frá því við lögðum af stað að heiman og fram að miðnætti, flugið okkar var klukkan 01:05 að nóttu. Þannig að forsagan bætist bara í Dag eitt.

Eftir ótrúlega viðgerða- og þrifasession í húsinu (eldhúsið málað, panell settur í svefnherbergisloftið og gert við lekaskemmdir á vegg sama herbergis, spaslað og málað, og svo allt húsið þrifið gersamlega hátt og lágt – held svei mér þá að íbúðin hafi aldrei nokkurn tímann litið svona vel út), mættu Frakkarnir okkar á svæðið, hið indælasta fólk, hjón með þrjú börn, gáfum þeim gráðostapasta að borða og stungum svo af í Garðabæinn til mömmu og pabba til að leyfa þeim að komast í ró eftir ferðalag með börnin.

Já við vorum semsagt á leið í íbúðaskipti við franska fjölskyldu sem býr í ellefta hverfi Parísar. Auglýsing frá þeim fannst á síðu Kristínar Parísardömu og okkur leist svo rosalega vel á þessi skipti að við, sem höfðum alls ekki hugsað okkur að fara í fjölskylduferð í ár, sendum tilboð til þeirra, sem þau svo tóku. Þau eru á Íslandi í mánuð, við enduðum í þremur vikum vegna verðs á flugmiðum og punktaflugs (löng saga og leiðinleg).

Sníktum allavega te/kaffibolla og spjall í Garðabænum, að sjálfsögðu velkomin þar. Drusluðum okkur síðan dauðþreytt út á völl um hálfellefuleytið.  Fífa, sem varð eftir heima í þetta skiptið, keyrði okkur og hafði síðan bílinn meðan við værum í burtu. Innritun gekk þokkalega fyrir sig nema við höfðum sérvalið röð 10 í vélinni til að geta teygt úr fótunum og sofið á leiðinni, skv bókunarvélinni kvöldið áður var röð 10 við útgang og engin röð fyrir framan. Svo höfðu auðvitað verið vélarskipti þannig að ef við vildum sitja öll saman (játakk!) bauðst röð 33, sú næstaftasta. Gerði svo sem ekki til, hefði verið verra að fá þá öftustu og geta ekki hallað aftur.

Jón Lárus steinsvaf alla leiðina, náði samt að svara Finni í svefni þegar hann bað um kodda. Skildi síðan ekkert hvað hefði orðið af koddanum. Við Finnur og Freyja sváfum meira slitrótt en náðum samt öll að festa svefn.

Leigubíll heim í íbúð, ákváðum að splæsa í það, dauðþreytt og ekki alveg í stuði til að reyna að rata á íbúðina þó reyndar hefðu lestarferðirnar svo sem ekki verið neitt mál. Leigubílstjórinn tók síðan ekki visakort, ágætt að ég var búin að vera með nokkra evruseðla frá því Hljómeyki fékk borgað í evrum fyrir smá gigg í fyrra (suss ekki segja Steingrími Joð!). (ókei reyndar hefðum við nú spurt leigubílstjórann fyrst hvort hann tæki kort, hefði ég ekki verið með þennan pening).

Ferðin tók heillangan tíma þar sem umferðin var mjög þung, klukkan um sjö um morguninn og allir á leið til vinnu eða álíka. Fimmtíuogþrjár evrur og svo vorum við komin „heim“.

Ljómandi hugguleg íbúð, Valerie og Christophe höfðu skilið eftir croissants, skinku og ost, te og kaffi, egg og beikon fyrir okkur. Slepptum samt eggjunum og beikoninu í þetta skipti, fengum okkur croissant og tebolla (vorum rugluð í höfðinu og skildum ekki leiðbeiningarnar við kaffivélina – snérum takka í vitlausa átt og skildum ekkert hvers vegna ekkert kaffi kom.

Sér herbergi fyrir báða krakkana, fín rúm og myrkvunargluggatjöld. Steinsváfum til rúmlega hádegis.

bókakosturinn.

Betri íbúðarkönnun, búðarferð (frakkarnir skildu eftir leiðbeiningar um búðir, garða og veitingahús í kring), skutumst í búð til að kaupa brýnustu nauðsynjar, verður maður ekki annars að eiga að minnsta kosti 4 týpur af ostum (roquefort, camembert, geitaost og Apericubes?) og komum svo við hjá þessum fína slátrara á leið heim og keyptum grillaðan kjúkling.

Síðdegið og kvöldið leið aðallega við lestur og tölvur, við ætluðum ekki að vera bókalaus í dvölinni. Nægur tími yrði til að skoða Eiffel og Lúvr og Konkord og Sigurboga þó við þvældumst ekki þangað þreytt og slæpt fyrsta daginn okkar. Munur að vera ekki í helgarferð í París.

Allan daginn söng þetta síðan í hausnum á mér:

3 Responses to “París dagur eitt og hálft. Þangað”


  1. 1 Svala 2012-08-10 kl. 14:07

    Öfund! Njótið ykkar vel í París.

  2. 2 hildigunnur 2012-08-10 kl. 16:37

    Við erum komin heim, ferðasaga eftirá, takk samt 🙂


  1. 1 Ferðasaga frá París « Parísardaman Bakvísun við 2012-08-11 kl. 17:30

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

ágúst 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: