Dagur #7. Karlovy Vary

Vaknaði eldsnemma. Allt of snemma. Skrifaði dagbókarfærsluna sem birtist í gær. Sofnaði aftur og svaf til níu. Ekki slæmt.

Framan af degi var ekki mikið frásagnarvert, við Jón settumst bara út á svalir og lásum. Það var um 28° hiti en skýjaslæða, hefði eiginlega ekki getað verið mikið þægilegra. Ég lét alveg vera að fá mér bjór þennan daginn enda tónleikar um kvöldið. Eitthvað smá þurftum við að hoppa út og inn með stólana vegna rigningardropa sem duttu af og til.

Skutumst í hádegismat þegar húsbóndinn kom heim eftir hljómsveitaræfingu. Heimtuðum að fá að borga fyrir alla sem borðuðu, maður er svo borinn á höndum sér hérna að maður reynir að gera það sem maður getur.

Aftur út á pall og setið þar þangað til var kominn tími til að finna sig til fyrir tónleika kvöldsins. Í þetta skipti klikkaði ekki kjóllinn. Smá upphitun og svo keyrt yfir í hina hlíðina í nýuppgert listahús. 

Hina hlíðina já, miðbær Karlovy Vary er árfarvegur og ansi mjór, skógi vaxnar hlíðar báðu megin. Hús Miljos og Hönu er á frábærum stað norðan í hlíðinni beint yfir túristamiðbænum. Örugglega rándýrt svæði.

Tónleikahúsið var mjög fallegt og eins og ég sagði, nýuppgert. Becherovkasnafs er framleiddur í Karlovy Vary og verksmiðjan hafði kostað viðgerðirnar á húsinu sem hafði víst verið í ansi mikilli niðurníðslu.

Æfing fyrir tónleika, svo smá bið, leist ekki á að margir myndu koma, 5 mínútum fyrir byrjun sátu bara 8 í salnum en síðan hópaðist að fólk á síðustu stundu og salurinn var svo til fullur. Lítill salur reyndar, bara um 40-50 manns. Tékkarnir sögðu okkur síðan að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem haldnir voru tónleikar í þessum sal (húsið var semsagt ekki listahús áður en það féll í niðurníðslu heldur einhvers konar frístundahús fyrir börn).

Tónleikarnir gengu ljómandi vel, talsvert betur en á Íslandsdeginum.  Fínar undirtektir, mjög skemmtileg upplifun. Dauðsá eftir að vera að fara heim daginn eftir og missa af síðustu tvennu tónleikunum. Við höfðum ekki tíma til að vera alveg tvær vikur en hefðum alveg getað tekið helgina inn í og farið heim á mánudegi. Athugunarleysi. Síðustu tónleikarnir yrðu í Bayreuth, hinni miklu Wagnerborg, heiður að fá verkið sitt flutt þar í tónleikaröð og ég hef ekki einu sinni komið þangað!
Blóm og fuglsstytta eftirá, sérstaklega viðeigandi þar sem við enduðum á að syngja Lítill fugl eftir Fúsa, gaf Hönu blómin mín svo þau gætu notið. Heimboð hjá slasaða sellistanum, skálað í Plzensku freyðivíni og spjallað fram á nótt – skildum auðvitað lítið þar sem megnið fór fram á tékknesku. Gæti vel hugsað mér að læra málið, eftir 5 ferðir til Tékklands er maður aðeins byrjaður að grípa. Og nei, þetta verður ekki síðasta ferðin!

Annar kaflinn úr Strengjakvartett #1

0 Responses to “Dagur #7. Karlovy Vary”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

júní 2012
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: