Dagur #6. Villur

Þessi dagur fór í heimsóknir til Plzen. Fórum af stað upp úr hálfníu, Eydís keyrði bílinn hans Miljos. Ferðin þangað gekk rífandi og við fórum beint heim til Jaromírs og Alenu sem höfðu tekið á móti okkur með kostum og kynjum eins og ég lýsti á enska blogginu mínu fyrir fjórum árum sjá hér og reyndar færslurnar á undan. Spjall og samlokur og kökur – og svo farið út að fá sér hádegismat. Þetta var síðan bara forsmekkurinn að deginum svona matarlega séð.

Tékkland er semsagt stórhættulegt ef maður vill passa línurnar. Að minnsta kosti ef maður er í því að heimsækja heimafólk. Allir búnir að útbúa heilu fötin af smurðu brauði og kökum. Ein heimsókn á dag er eiginlega hámarkið.

Og við sem vorum að fara í þrjár…

Allavega var gríðarskemmtilegt að hitta þau aftur, ásamt fleira fólki – Andrea, söngkonan sem söng í fuglaverkinu mínu (mynd) bættist við á veitingahúsinu.

Alena fór að kenna og Andrea heim en við fórum aðeins aftur til baka með Jaromír. Hann var að enda við að klára bachelorgráðu í einhvers konar heilsuvísindum og við fengum að prófa ótrúlega græju, fótanuddtæki sem maður stendur á og hristist og hristist, svei mér þá ef stofnfruman mín settlaðist ekki á sinn stað (djóóók). Okkur Jóni þótti þetta hrikalega gott en Eydís gat ekki tekið undir, entist bara nokkrar sekúndur. Þetta er mjög spes. Verst að báðar myndirnar sem ég tók eru út úr fókus – kannski er maður bara ekki í fókus á græjunni!

Tramminn niður í bæ, keyptum Hobbitann á tékknesku, gjöf handa Fífu og ís/bjór. Sem var auðvitað misráðið. 

Næsta heimsókn – römbuðum á húsið hjá fiðluleikarapari vinum Eydísar. Við höfðum aldrei hitt þetta fólk áður en eins og aðrir þarna voru þau hið indælasta fólk. Tveir frekar fyrirferðarmiklir guttar en ótrúlega mikil talent, spiluðu fyrir okkur á blokkflautu (ekkert Góða mamma neitt, invention eftir Bach – sá átta ára) og Le petit négre eftir Debussy á píanó, sá ellefu ára. Þeir voru líka mjög flinkir með einhverjar sirkusgræjur og sá eldri kunni að hjóla á einhjóli.

Bakkelsi og ís með jarðarberjum þarna. Skildum mest í þessari heimsókn, bóndinn var þýskur og töluð var heilmikil blanda tungumála. Frekar snúið að reyna að tala/skilja 4 mál í einu. Lofaði að senda þeim fiðludúettaseríuna mína.

Þá fyrsta villan. Síðasta heimsókn dagsins var til Vařeks, fagottleikara frá fyrir fjórum árum. Skoðuðum kort af leiðinni en tókst að keyra frekar illilega af leið og vorum komin svona fjórðung af leiðinni til Prag þegar við áttuðum okkur. Spurðum til vegar og snérum við, tókst að komast í réttan bæjarhluta, fyrst þó í vitlaust hverfi, hringt í Vařek sem sagði okkur til og fór út að gatnamótum til að veifa okkur.

Meiri veitingar, flottir krakkar, gaman að hitta þau aftur. Spjölluðum í góða stund, uppgötvuðum okkur til ánægju að Vařek hafði orðið svo impóneraður af gestabókinni okkar, þegar við buðum þeim í mat einu sinni að hann hafði startað sinni eigin og við fengum að skrifa – og svo af stað aftur, nú heim til Karlovy Vary. Eftir krókaleiðum.

Aftur semsagt vitlaus beygja. Gríðarfalleg leið reyndar, ekkert verri en hin leiðin, verst að við vorum ekki alveg viss um það og þurftum að tékka á kortinu enn og aftur. Gaman að sjá héra hlaupa yfir veginn líka. Römbuðum síðan loksins á aðalveginn til Karlovy Vary.

Ekki var þó ævintýrið alveg úti, einu sinni til tókst okkur að beygja vitlaust, einni beygju of snemma inn í bæinn og lentum á flugvellinum við KV í staðinn. Það var nú ekki langvinnt sem betur fór, þetta síðla kvölds var orðið ágætt af þröngum vegum gegn um skóg í myrkri.

Heim og beint að sofa eftir langan dag.

0 Responses to “Dagur #6. Villur”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 371.611 heimsóknir

dagatal

júní 2012
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: