Dagur #2. Plzen-Karlovy Vary

Eftir morgunverðarhlaðborð hjá Jönu vorum við sótt af Miljo og Eydísi. Keyrðum fyrst á gamlar slóðir í Plzen á æfingu þar sem ég fékk að heyra kvartettinn í fyrsta skipti, öðruvísi en sem midi skrá úr tölvunni. Ekki hægt að líkja því saman hvað live flutningur er mikið flottari, ég var bara nokkuð ánægð með árangurinn. Fínir spilarar, hafði ekki nema nokkrar smá athugasemdir fyrir þau. Æfðum líka íslensku lögin sem ég hafði hamast við að útsetja dagana áður en við fórum út Þrjú þjóðlög og þrjú kompóneruð lög, (átti reyndar tvö þeirra útsett fyrir). Hrikalega gaman að fá að syngja með þessum fínu músíköntum.

Miljo bauð upp á hádegismat á stað þar sem matseðillinn var eingöngu á tékknesku – tók smástund að átta sig á því hvað var í boði og samt kom maturinn mér á óvart þegar hann kom. Ekki sem verstur matur, kjúklingasnitsel með frönskum og mjög góðu hrásalati og rifnum gulrótum.

Eftirá átti svo að æfa hin verkin á efnisskránni, eitt tékkneskt og eitt annað íslenskt, óbókvintett eftir Sigurð Sævarsson. Við ákváðum að rölta frekar um í Plzen og rifja upp miðbæinn, ekki ástæða til að sitja yfir þeim meðan þau æfðu.

Byrjaði á að hoppa inn í búð og kaupa mér þennan sumarkjól sem ég fann ekki í Danmörku, í stað uppáhalds kjólsins míns sem rifnaði uppi í Skálholti í fyrra. Átti eftir að koma sér vel.

 

Á torginu var alveg ógurlega skemmtilegur markaður, ég reyndar dauðsá eftir að vera búin að borða. Fáránlega mörg spennandi tjöld með alls konar pylsum og steikum og mismunandi útgáfum af kartöflum og svo auðvitað bjór og ís og nammi. Keyptum risastór regnbogahlaupstykki til að fara með heim og gefa krökkunum.

Leituðum og leituðum að Master bjórnum, firnadökkur bjór frá Urquell brugghúsinu sem er staðsett í Plzen. Hvergi fannst hann. Í staðinn var tekinn einn dökkur Kozel á Svejk veitingastaðnum (frekar óspennandi) og svo röltum við til að hitta á kvartettinn. Tróðum okkur 6 og sellói , fiðlum, víólu og töskunum okkar í tæplega 8 manna Peugeot/Golf/Égveitekkihvaðblöndu Miljos og keyrðum til Karlovy Vary sem yrði bækistöð okkar þessa viku. Hana, kona Miljos tók á móti okkur með kostum og kynjum, inniskóm og kvöldmat. Í Tékklandi er sá siður að allir fara úr skónum en húsráðendur útvega inniskó fyrir gestina. Skemmtilegt.

Einnig þarna sátum við góða stund og spjölluðum yfir rauðvíni sem Miljo kom með í kút frá Spáni. Skiptumst á að sýna myndir af krökkunum okkar og húsunum okkar (sumarhúsi þeirra). Óttalega var nú svo samt gott að fara að sofa í stóra herberginu sem okkur var úthlutað.

0 Responses to “Dagur #2. Plzen-Karlovy Vary”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júní 2012
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: