galvaníseraða fjöðrin

Við húsið okkar er ansi fallegt járnhlið, snúið og skrautlegt. Jón Lárus málar það með Hammerite á hverju ári og það lítur ágætlega út en hreyfanlegi hlutinn á því á til að ryðga og búa til leiðinlega tauma. Reyndar smá saga um fjöðrina á hliðinu (já semsagt ekki fuglsfjöður). Má lesa hér meðal annars, þar sést líka mynd af hliðinu. 

Allavega vorum við (les aðallega Jón Lárus) orðin frekar leið á þessum ryðtaumum og ákváðum að gera eitthvað í málinu. Galvaniseruð eða zinkhúðuð fjöður myndi ekki ryðga svona. Leitum uppi hverjir taka að sér að meðhöndla svona stykki og eini staðurinn sem slíkt er gert hér, að við gátum séð, er í ytri byggðum Hafnarfjarðar. Gat nú verið.

Við þangað, fyrir nokkrum vikum, jújú sjálfsagt að vinna þetta fyrir okkur, ég skýst svo og sæki stykkið miðvikudaginn eftir, þegar ég er að kenna í Hafnarfirði.

Spyr hvað þetta kosti. Gaurunum þykir viðvikið frekar fyndið, það væri synd að segja að fjöðrin sé stór né flókin. Jú, þeir hreinsuðu af henni málningu og dýfðu í zink (eða álíka), formaðurinn harðneitaði að gera reikning en ég mætti borga þeim tvöþúsundkall í kaffisjóðinn. 

Sjálfsagt mál

Nema ég var auðvitað ekki með tvöþúsundkall í lausu með mér. Þúsundkall átti ég. Gaurinn: Ekkert mál, láttu mig hafa hann og þú skýtur til okkar öðrum við tækifæri. Ég: Kúl, geri það næst þegar ég á leið í Hafnarfjörð.

Ekki tókst það nú reyndar alveg, var búin að fara tvisvar að kenna en í bæði skiptin á hraðferð og ekki tími til að keyra þarna nánast að álmonsterinu en í dag gekk þetta upp.

Enginn á skrifstofunni, ég rölti mér inn að vinnuskemmu og rekst þar á formanninn. Rifja upp fyrir honum viðvikið með fjöðrina og segi að hér sé afgangurinn, í kaffisjóðinn.

Vildi ég hefði verið með myndavélina uppi við til að geta sýnt ykkur upplitið á manninum…

3 Responses to “galvaníseraða fjöðrin”


  1. 1 tobbitenor 2012-05-9 kl. 23:01

    Hér viðurkennirðu kinnroðalaust nótulaus viðskipti. Hvað skyldi Steingrímur segja við þessu…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

maí 2012
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: