já eyrun

tókst að ná bólgunni niður með tetrjáolíunni minni, uppgötvaði þetta undraefni fyrir nokkrum árum þegar yngri krakkarnir voru eyrnabólgukeis. Bráðbakteríudrepandi, mér tókst semsagt að ná þeim út úr vítahringnum bólga-læknir-sýklalyf-læknir-rör-lagast-bólga aftur. Dugar að dreypa olíunni á snyrtipinna (nei ekki af hnakkataginu, þetta sem hét einu sinni eyrnapinnar og er nú orðið bannað að nota til að hreinsa eyru) og rétt væta inn í eyrnagöngin áður en þau fóru að sofa. Hefði haldið að þetta væri tilviljun, ég er alveg voðalega hikandi að trúa á snákaolíur en þetta er jú trjáolía, ekki snáka, nema vegna þess að þetta svínvirkaði á þau bæði tvö, strax og forever after (allavega hingað til).

Notaði ráðið semsagt á mína bólgu (sem var bara í ytra eyra, eins og eyrnalæknirinn sagði þegar ég fór og lét tékka í dag hvort ekki væri örugglega allt í orden, „bara ómerkileg ytrieyrnabólga!“ – en farin) Á innra eyra virkar þetta tæpast nema það sé gat, röra eða ekkiröra.

Get allavega mælt með þessu efni. Má líka nota á bólur. Og blöðrubólgu. Ekki drekka það samt, held það geti drepið mann eins og bakteríurnar. 

17 Responses to “já eyrun”


 1. 1 hildigunnur 2012-05-8 kl. 22:55

  ég veit samt ekkert hvers vegna þetta tea tree er kennt við te. Ekki viss um að ég myndi vilja drekka te búið til af plöntunni!

 2. 2 Andri Snær Ólafsson 2012-05-9 kl. 00:24

  Hvað segiru, úr hvaða jurt er þessi olía unnin?

  (Áttiru ekki annars þarna við miðeyra fremur en innra eyra á einum staðnum?)

 3. 3 hjalmartest 2012-05-9 kl. 07:24

  Var að spá, ef tetrjáolían verkar á blöðrubólgu – á hvað er hún borin?

 4. 4 hildigunnur 2012-05-9 kl. 08:12

  Hehe jú örugglega miðeyra, allavega þarna fyrir innan hljóðhimnuna. Get ekki sagt að ég sé góð í anatómíu.

  Tea tree olía er unnin úr áströlsku tré sem ég veit ekki til að heiti neitt á íslensku, wikipedia hér.

 5. 5 hildigunnur 2012-05-9 kl. 08:16

  Hjálmar, nokkrir dropar á bómullarhnoðra og svo lætur maður eins og maður sé að setja upp tappa, bara ekki svo langt.

 6. 6 parisardaman 2012-05-9 kl. 14:21

  Fullt af þessum ilmkjarnaolíum (eða hvað sem þetta kallast á íslensku) er algert brill að nota. Ég nota t.d. eina sem heitir Niaouli, sem er einhver afrísk planta, mikið. Hreinsar og hressir. Set í klút og hef í svefnherberginu eða annars staðar. Náði úr mér flensunni með þessu og nota þetta nokkuð reglulega (ágætt að hreinsa loftið vel í íbúð sem er allt of lítil og allt of sjaldan þrifin almennilega;))

 7. 7 Elísabet Arnardóttir 2012-05-9 kl. 16:56

  Þetta var ég, ekki Hjálmar. Meira vesenið á þessu skrá-inn-wordpress dóti.

  En gaman að heyra af þessum „ilmkjarnaolíulausnum“.

 8. 8 hildigunnur 2012-05-9 kl. 21:48

  jei fullt af kommentum! París, er góður ilmur af Niaouli? Það væri synd að segja að það sé góð lykt af tetrjáolíunni imo.

  • 9 parisardaman 2012-05-9 kl. 22:05

   Reyndar deili ég ekki ógeði margra á tee trea-olíulyktinni en Nioaouli minnir mig eiginlega á hana. Mér finnst báðar góðar (og er ég þó sjúklega vandlát á ilmvatnslykt og viðkvæm fyrir lykt almennt).

   • 10 hildigunnur 2012-05-9 kl. 22:34

    já mér finnst hún reyndar ekki eins vond og mörgum, krakkarnir þola hana ekki. Hún minnir mig á hörðu blöðrurnar sem maður gat blásið hér í gamla daga, munið þið eftir þeim? svona mislitt dót.

   • 11 parisardaman 2012-05-10 kl. 05:46

    Ah, ókei 🙂 En harðar mislitar blöðrur til að blása upp …? Man eftir mislitum blöðrum en tengi enga lykt, né hörku við þær …

   • 12 hildigunnur 2012-05-10 kl. 07:31

    já humm, ég bara veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var dót sem maður gat keypt af og til og blásið upp litlar blöðrur og jafnvel mótað aðeins, og svo hörðnuðu þær. Hef ekki séð þetta í örugglega 20-30 ár.

 9. 13 hildigunnur 2012-05-9 kl. 21:49

  og mér fannst reyndar fyndið að svara Hjálmari svona intím kvenspurningu 😉

  • 14 parisardaman 2012-05-9 kl. 22:06

   Og mér fannst þetta svar til Hjálmars alveg brjálæðislega fyndiið, haha! En ég er enn skeptísk á að tappi upp í leg lagi blöðrubólgu…

   • 15 hildigunnur 2012-05-9 kl. 22:31

    tja, þetta hjálpar Fífu alltaf, ég fæ ekki svona sjálf. reyndar var þetta ekki nákvæmt, ekki við leg heldur við þvagrásaropið, auðvitað! 😉

 10. 16 Hulda 2012-05-11 kl. 01:37

  Notarðu olíuna óþynnta? Er það óhætt?

  • 17 hildigunnur 2012-05-11 kl. 08:33

   Já ég geri það, nota auðvitað ekki mikið af henni. Setti einu sinni fullmikið og þá sveið svolítið, þetta er bara spurning um rétt að væta bómullina, hún á ekki að vera gegndrepa.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

maí 2012
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: