Sarpur fyrir 8. maí, 2012

já eyrun

tókst að ná bólgunni niður með tetrjáolíunni minni, uppgötvaði þetta undraefni fyrir nokkrum árum þegar yngri krakkarnir voru eyrnabólgukeis. Bráðbakteríudrepandi, mér tókst semsagt að ná þeim út úr vítahringnum bólga-læknir-sýklalyf-læknir-rör-lagast-bólga aftur. Dugar að dreypa olíunni á snyrtipinna (nei ekki af hnakkataginu, þetta sem hét einu sinni eyrnapinnar og er nú orðið bannað að nota til að hreinsa eyru) og rétt væta inn í eyrnagöngin áður en þau fóru að sofa. Hefði haldið að þetta væri tilviljun, ég er alveg voðalega hikandi að trúa á snákaolíur en þetta er jú trjáolía, ekki snáka, nema vegna þess að þetta svínvirkaði á þau bæði tvö, strax og forever after (allavega hingað til).

Notaði ráðið semsagt á mína bólgu (sem var bara í ytra eyra, eins og eyrnalæknirinn sagði þegar ég fór og lét tékka í dag hvort ekki væri örugglega allt í orden, „bara ómerkileg ytrieyrnabólga!“ – en farin) Á innra eyra virkar þetta tæpast nema það sé gat, röra eða ekkiröra.

Get allavega mælt með þessu efni. Má líka nota á bólur. Og blöðrubólgu. Ekki drekka það samt, held það geti drepið mann eins og bakteríurnar. 


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

maí 2012
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa