Sarpur fyrir 4. maí, 2012

eyrnabólga

mér finnst að maður eigi ekki að fá svoleiðis lagað á gamals aldri! Allavega er með sjálfgreinda eyrnabólgu, byrjaði á þriðjudaginn og ég hreinlega fattaði ekkert hvað var í gangi, aum í vinstra eyra, með hellu og öll asnaleg. Í gær datt þetta ofan af himnum, bólga í ytra eyra. Tea tree olían mín í notkun, talsvert betri í dag en ekki alveg góð samt. Hugsa að þetta verði orðið þokkalegt á morgun – vona það allavega. Nemandi minn með útskriftartónleikana sína, bara í annað skipti sem ég útskrifa tónsmíðanemanda. Eins gott að mæta á svæðið! Skutlaði Dananum og Færeyingnum úr Mpiri kórnum sem gista hjá mér fram á mánudag upp í Hella- og Fólakirkju áðan, kom við í ríki og bónus á leiðinni heim og var svo búin á því að ég lagði mig og sofnaði í klukkutíma. Foj!


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

maí 2012
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa