dagsetning

jánei ekki á tónleikum í þetta skiptið eða annað plögg. Heldur afmæli hússins okkar.

Fór nefnilega niður í Borgartún á borgarskrifstofurnar og forvitnaðist um gamlar teikningar, fékk staðfest að húsið var tilbúið 1912, sem við höfðum reyndar vitað en ekki alveg með vissu, Við konan í þjónustuverinu áttuðum okkur reyndar ekki á dagsetningu, sem ég var annars að leita að til að eiga almennilegan afmælisdag til að halda upp á þetta.

Nema hvað, keypti teikningarnar og þegar við Jón fórum að rýna í þær áðan tókum við eftir að torkennilegu tölurnar sem voru skrifaðar stórum stöfum á skjalið – 188/12 voru tvívegis og smærra skiptið var komma á undan tólfunni, semsagt ’12

Ahaaa.

Ártal!

Þannig að átjánda ágúst verður húsið okkar aldargamalt. Þá verður fjör. (hmm er ekki líka afmæli Reykjavíkur einmitt 18. ágúst)?

7 Responses to “dagsetning”


 1. 1 bfrb 2012-03-25 kl. 00:40

  Hlakka til að mæta í veisluna!

 2. 2 ella 2012-03-25 kl. 07:27

  En skemmtilegt. Og borgarbúar allir munu þá trúlega halda upp á afmælið með ykkur!

  • 3 Heiðrún Hákonardóttir 2012-03-25 kl. 14:36

   þið verðið einfaldlega með viðburð á Menningarnótt og skellið honum inn í dagskrá Menningarnætur. Bjóðið upp á fyrirlestur um sögu hússins og hundrað ára gamlar veitinga ( í stíl ekki aldri ) 🙂
   Segi nú bara svona.

 3. 6 hildigunnur 2012-03-25 kl. 14:58

  haha pælum aðeins í því 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2012
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: