100 ár

Snillingurinn hún amma mín heitin, Hildigunnur Halldórsdóttir, hefði orðið hundrað ára í gær, hefði hún lifað.

Af því tilefni stendur til að gefa út bók, eftir hana liggur ógrynni af textum og nokkur lög, við völdum í sameiningu um 40 texta/lög og verið er að vinna að málinu. Upptökur í bígerð með vorinu (einhverjar væntanlega í sumar jafnvel), teikningar að verða tilbúnar, uppsetning laganna líka.

Textarnir hafa mallað og safnað STEFgjöldum í áratugi, lengi vel kom nú ekki mikið inn á hverju ári en svo gerðist þetta:

og þá fóru hlutirnir að gerast.

Segið svo að það sé ekki gagn að progrokk stundum!

Væntanlega koma síðan meiri fréttir af bókinni. Stay tuned.

2 Responses to “100 ár”


  1. 1 ella 2012-01-23 kl. 01:02

    Stundum er það þannig þegar maður veit ekki neitt að maður tekur þann kostinn að upplýsa ekki um fáfræðina og vonar bara að málið skýrist af sjálfu sér. Nú get ég hinsvegar ekki stillt mig um að spyrja; Hvaða hljómsveit er þetta og hvernig er þetta til komið?? (Hef á tilfinningunni að þetta sé eitthvað sem „allir“vita). Já og þetta lag er partur af uppáhalds. Í öðruvísi útsetningu.

  2. 2 hildigunnur 2012-01-23 kl. 08:14

    Grúppan er þýsk, heitir In Extremo og flytur þjóðlög frá ýmsum löndum. Sá misskilningur var uppi að Óskasteinar séu íslenskt þjóðlag, þeir gerðu líka Krummi svaf í klettagjá. Lítið eftir af lögunum en textarnir eru eftir. Sem betur fer 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

janúar 2012
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: