nýr bíll í hús

jamm, samningar tókust við tryggingafélagið og við erum komin með nýjan gamlan bíl í hús. Bóndinn mun skrifa myndabloggfærslu með þeim gamla krumpaða og nýja slétta, vísa á það þegar til kemur. Hefði viljað fá sama litinn aftur en burtséð frá steingrámanum er bíllinn bara ljómandi, meira að segja nokkur smáatriði betri en í þeim gamla (t.o.m. rassahitarinn bílstjóramegin virkar, bilaður í hinum, mikil gleði, maður verður bara að passa sig á að brenna ekki fötin sín eins og gaurinn um daginn:

Svo ég haldi nú áfram með neytendamálin fengum við fína aðstoð hjá Verði, tjónafulltrúinn fann fyrir okkur tvo bíla, mælti með öðrum, okkur langaði reyndar meira í hinn (hann var sko kóngablár eins og sá gamli). Sá eigandi var síðan hættur við að selja bílinn (muuu) en hinn komst svo í okkar eigu, prúttuðum smá, aðallega um að fá að taka nýju vetrardekkin undan þeim gamla og láta hin talsvert meira slitnu sem fylgdu þeim nýrri í staðinn.

Fékkst í gegn, ekkert mál, upp á að við sæjum sjálf um að skipta um dekkin. Hjóluðum í þetta síðdegis á föstudaginn, Jón Lárus var reyndar sárlasinn, að farast úr einhverri magapest og hafði ekki farið í vinnuna en lét sig hafa það að fara í þetta stúss, hefði verið alveg vonlaust að geyma þetta fram yfir helgi. Bíllinn var skráður á hann, annars hefði ég auðvitað bara getað séð um þetta sjálf, en það er víst lítið hægt að skrifa undir fyrir aðra í svona tilfelli. Þrátt fyrir að Skoda Oktavia fjórhjóladrifsbíllinn sem við fengum í stað Volkswagen Pólósins væri ljómandi fínn þurftum við bara að koma þessum málum frá.

Allavega upp í Bernharð notaða bíla, eitt stykki bíll skipti um eigendur nokk átakalaust.

Tjónafulltrúinn hafði látið liðið í Króki vita af því að við værum á leiðinni þangað til að sækja hitt og þetta dót sem var í þeim gamla. Við þangað, römbuðum á fyrirtækið af slembilukku, inn og báðum um smá hjálp við að skipta um dekkin. Ég er alveg slatti lengi að skipta þó ég kunni það alveg og leist ekki alveg á að skipta um átta dekk, Jón var ekki til stórræðanna út af pestinni. Fólkið í Króki tók slíkt hins vegar ekki í mál, tveir almennilegir menn svippuðu bílunum báðum upp á lyftara (þeim gamla) og búkka (nýrri), drógu fram græjur og skiptu um allt saman, tók kannski kortér í allt. Hefði séð fram á sirka einn og hálfan tíma ef við hefðum þurft að vasast í þessu sjálf. Vildu síðan ekki taka krónu fyrir ómakið og óskuðu okkur bara gleðilegra jóla. Frábær þjónusta atarna.

1 Response to “nýr bíll í hús”


  1. 1 Jón Hafsteinn 2011-12-20 kl. 16:26

    Glæsilegt, til hamingju með nýja bílinn!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

desember 2011
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: