Sarpur fyrir 15. desember, 2011

meiri neytendamál

fórum á jólahlaðborð með mínum elskulegu Hafnarfjarðarkennurum í kvöld. Allt of langt síðan ég hef gert eitthvað með þeirri skemmtilegu grúppu. (ekki ólíklegt að fimmþúsundkrónaleigubíllinn heim spili einhverja rullu þar sem oftast eru gillin í firðinum hinum fagra (nei ekki Skagafirði, það eru til fleiri fagrir!))

Í kvöld var hins vegar jólahlaðborð og það var haldið á Óðinsvéum. Sem eru um 100 metrum frá húsinu mínu. Enginn leigubílakostnaður. Ekki einu sinni nauðsyn á því að biðja unglinginn að skutla okkur og sækja. Sem hefði reyndar ekki verið hægt núna, hún er ekki skráð bílstjóri á beinskipta bílaleigubílinn (sjá færslu fyrir neðan)

Nevermænd. Óðinsvé á horni Þórsgötu og Óðinsgötu. Fínt mál. Ljómandi ágætt hlaðborð, ekki fáránlega mikið úrval heldur bara temmilegt en maturinn langoftast fínn, ekkert upp á þjónustuna við borð að klaga, diskarnir alltaf farnir áður en maður kom með næsta skammt.

Vínið hins vegar… Það þarf enginn að reyna að segja mér að það að selja fólki rauðvínsglas á þúsundkall og reyna að troða því í hvítvínsglös i þrjú skipti af fjórum sé nein tilviljun! Neibb. Tókst í fyrsta skiptið en ekki seinni þrjú. Klárt maður hellir lægra í rauðvínsglös en það var samt ekki málið þarna. Jón fékk einu sinni afsökunina: Það er ekki til glas. Hmm, hvað tekur margar sekúndur að skola úr einu tómu glasi? Eitt skiptið var reyndar glasið af réttri stærð óumbeðið…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

desember 2011
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa