lesefni

Herra Finnur er búinn að vera að vandræðast með hvað hann eigi nú að lesa, frekar kresinn á lesefnið. Við pabbi hans höfum verið að reyna að troða upp á hann okkar eigin uppáhaldsbókum frá því við vorum krakkar en það hefur gengið frekar brösuglega. Skiljanlega. Maður treður víst ekki eigin smekk upp á afkvæmin. (Gleymi ekki því hvað mér ÁTTU að þykja bækur Stefáns Jónssonar skemmtilegar þegar ég var krakki, en eina sem ég man úr þeim var eymd og volæði og Hjalti litli að kveðja mömmu sína einn ganginn enn).

Stráksi hefur ekki einu sinni komist inn í Hobbit, algjört sjokk.

Tókst samt að veiða hann inn í Tiffany Aching seríu Terry Pratchett, nú er hann svo upprifinn að hann les frameftir öllu. Sem er reyndar ekki alveg málið þar sem ef minn maður er ekki sofnaður klukkan hálftíu á virkum kvöldum er hann handónýtur morguninn eftir.

5 Responses to “lesefni”


 1. 1 Björn Friðgeir 2011-12-10 kl. 23:33

  Stefán Jónsson skrifaði eymdarkl*m. Segiða og stendviða

 2. 2 Lissy 2011-12-10 kl. 23:50

  Sonur minn er mikid fyrir ad lesa Pokemon og flera tæknibækir (graphic novels). En nú jæjá, man kvartar ekki eftir því, bara gott han er að lesa. Vonandi rugla honum þessar bækir ekki.

 3. 3 hildigunnur 2011-12-11 kl. 00:00

  Björn Friðgeir, ekki ætla ég að mótmæla því!

  Lissy, Finnur les líka teiknimyndasögur og horfir á anime í tölvunni. Allt í fína með það.

 4. 4 Frú Sigurbjörg 2011-12-11 kl. 11:33

  Hvað með Philip Pullman? Ég er mjög hrifin af Gyllta áttavitanum, Lúmska hnífnum og Skuggasjónaukanum.

 5. 5 hildigunnur 2011-12-13 kl. 23:22

  Frú Sigurbjörg hann er löngu búinn með þær, bæði á íslensku og ensku. Fín tillaga samt 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

desember 2011
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: