hraðamet

Kokkteillinn virkaði, veit ekki hvað af dótinu gekk svona heiftarlega frá hæsinni, kannski blandan, en allavega mætti röddin á svæðið í gær og betri í morgun.

Söng semsagt með, gekk ágætlega í morgun en tók samt eitt stykki samþjappaðan raddreddsterakúr. Held hann hafi gert nákvæmlega ekkert fyrir mig, fann engan mun frá í morgun. (nú er að vita hvort ég get sofnað í nótt…).

Titillinn já. Sett var hraðamet á Messíasi hér á landi í kvöld. Stjórnandinn, Matthew Halls, þandi kórinn til síns ýtrasta (og vel það stundum) í kóloratúr. Það fyrirgafst honum hins vegar fyrir að vera sá hinn almest inspírerandi stjórnandi sem ég hef á ævinni unnið með. Hreyfingarnar, útgeislunin, snerpan alveg magnað allt saman. Hefði helst viljað endurtaka þetta á morgun og hinn! Hann harðbannaði okkur að skrifa inn styrkleika- og hraðabreytingamerkingar því það yrði allt saman spontan. Gríðarlega töff.

Hlakka til (að mestu leyti) að heyra þetta á jóladag – stillið endilega á Rás 1 og njótið, þið sem voruð ekki í salnum. Vildi óska að það hefði verið sjónvarpsupptaka…

9 Responses to “hraðamet”


 1. 1 Björn J 2011-12-3 kl. 00:13

  Til hamingju með metið. Leitt að missa af því (en ég hefði sungið með – allan tímann og allar raddir í senn, svo það var eflaust eins gott að missa af þessu).
  Great was the company …no doubt!

 2. 2 tobbitenor 2011-12-3 kl. 01:15

  Vont að þurfa að láta sér nægja Gardiner í tölvunni. En hann er nú ágætur greyið…
  Samgleðst þér að syngja þetta, það er fátt skemmtilegra, nema ef vera skyldi Jóhannesinn hans Bachs.

 3. 3 hildigunnur 2011-12-3 kl. 10:28

  Great was the company indeed! Þorbjörn, ég hef enga trú á öðru en Halls verði fenginn hingað aftur (Jóhannes, hver veit?) og ef við fáum að syngja með honum geturðu kannski fengið að vera með 😉

 4. 4 Frú Sigurbjörg 2011-12-3 kl. 11:37

  Frábærir tónleikar og einmitt svo skemmtilegt að fylgjast með stjórnandanum; krafturinn og innlifunin alveg spýttist úr sprotanum : )
  Hlakka líka til að hlusta á upptökuna, er mest hrædd um að gleyma þessu þegar jóladagur loksins kemur…

 5. 5 hildigunnur 2011-12-3 kl. 11:46

  Frú Sigurbjörg – ég mun plögga það, lítil hætta á öðru 😀

 6. 7 Jón Hafsteinn 2011-12-4 kl. 09:51

  Endilega plögga úbartið þegar þetta kemur, ég missti af líka…

 7. 8 hildigunnur 2011-12-6 kl. 11:28

  setur áminningu í dagatalið…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

desember 2011
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: