bókstafahljómar og ég

hafa hingað til ekki verið sérlega góðir vinir. Væntanlega vegna þess að ég spila hvorki á gítar né píanó og þyrfti að hafa talsvert fyrir því að spila eftir slíkum.

Þessa dagana erum við stórfjölskyldan hins vegar að heiðra minningu sameiginlegrar ömmu, Hildigunnar Halldórsdóttur, sem var öflugur textasmiður, á til dæmis Óskasteina, Foli foli fótalipri, Hér búálfur á bænum er, og mikið mikið fleiri texta sem margir kannast við, sérstaklega þeir sem vinna með börnum.

Amma hefði orðið 100 ára 22. janúar á næsta ári, hefði hún lifað. Textarnir hennar eru búnir að vera að safna STEFgjöldum í áratugi, mamma og systur hennar hafa samviskusamlega lagt þetta allt saman inn á bók þannig að nú er kominn svolítill sjóður. Hann skal nota í að gefa út bók og disk með lögum og textum (amma samdi líka nokkur bráðfalleg lög).

En til að lögin nýtist sem best er gott að hafa hljóma með nótunum. Og þar kom að okkur. Enginn í familíunni er sérfræðingur í að setja slíka hljóma þó ýmsir séu flinkir í að spila eftir þeim. Tónskáldið dæmdist auðvitað í hópinn sem skyldi setja hljóma. Þannig að ég settist niður og raðaði niður nokkrum hljómum.

Auðvitað var það svo talsvert minna mál en ég var búin að mikla fyrir mér. Sérstaklega þegar mér var bent á hvernig ég gæti skráð hljómhvörf, sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að gera.

Hugsa samt að mínir hljómar séu svolítið frábrugðnir hinna…

Hér er sýnishorn, glænýtt lag reyndar líka:

9 Responses to “bókstafahljómar og ég”


 1. 1 Jón Hafsteinn 2011-11-25 kl. 23:56

  Bókstafahljómar segja mér svo sem ekki mikið (enda spila ég bara einn tón í einu) en lagið er fallegt.

 2. 2 Fridakjartans 2011-11-26 kl. 01:51

  Jú, ég skildi þá færsluna á facebook rétt. Mér bara fannst það svo ótrúlegt að þú hefðir aldrei gert svona áður að ég hélt að þú hlytir að vera að tala um eitthvað annað. Þegar jafnvel ég hef sett bókstarfhljóma við lag, þá hlytir þú að hafa gert mikið af því um ævina.

 3. 3 hildigunnur 2011-11-26 kl. 08:30

  jújú, einhvern veginn hlýt ég að hafa siglt fram hjá þessu 😀

 4. 4 Harpa J 2011-11-26 kl. 14:29

  Þú rúllar þessu upp eins og öðru 😉
  Nýja lagið á eftir að slá í gegn, það er ég viss um.

 5. 5 Hjörtur Hjartarson 2011-11-26 kl. 20:49

  C7/B (H?) undir fís: Á þetta að vera svona? Bara forvitni í vopnabróður þínum í beshópnum.

 6. 6 hildigunnur 2011-11-26 kl. 22:17

  já C dúr með stórri sjöund og sjöundin í bassa (tvíundarhljómur). Ég talaði jú um að hljómarnir mínir væru væntanlega ekki alveg eins og hinna 😉 Reyndar, ef þú getur sagt mér leið til að sleppa fimmundinni úr hljómnum (semsagt að nótera það) yrði ég hæstánægð, því það er B-C-E sem ég vil fá á þessum stað en veit ekki hvort eða hvernig er hægt að skrá slíkt í bókstafshljómum…

 7. 7 Hjörtur Hjartarson 2011-11-26 kl. 22:55

  Ég (og flestir) lesa C7 sem litla sjöund, c e g bes. Ef meiningin er að hafa stóra sjöund væri hægt að nota Cmaj, Cmaj7 eða C og þríhyrning, sem ég kann ekki að gera á lyklaborðinu mínu. Ég er ekki viss um hvort er hægt að skrá þennan hljóm í bókstafakerfinu. Bíð spenntur eftir klárari mönnum…+ er notað fyrir stækkaða fimmund. E+ no 3rd /B? E5+/B… en þetta skilur enginn…

 8. 8 hildigunnur 2011-11-26 kl. 23:02

  já venjulegur C7 er auðvitað með lítilli, jú mætti nota maj, ég kann að gera ∆ á makkann en finale samþykkti ekki. (hmm reyndar spurning um að neyða það til að samþykkja…) Spennandi að vita hvort einhver getur nóterað þessa 3 tóna svo skiljist (ætti kannski að spyrja Gunna Gunn sem við báðum um að setja hljóma við nokkur laganna, þau sem við treystum okkur ekki í).

 9. 9 hildigunnur 2011-11-26 kl. 23:04

  Finale skildi ekki heldur + sem ég nota annars einmitt alltaf fyrir stækkaða hljóminn, en það samþykkti aug.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

nóvember 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: