ekki flugfélagið og ekki fyrir dyrum en innlit á bloggið í gær voru nær 400! og ég sem hef ekki séð nema svona kring um 30-50 á dag í allri bloggletinni.

Kannski – bara kannski – sparka svona tölur manni aftur í gang. Lofa þó engu.

15 Responses to “vá”


 1. 1 Björn Friðgeir 2011-11-18 kl. 08:28

  blogg er svo noughties.

 2. 2 hildigunnur 2011-11-18 kl. 09:18

  úhú – naughties 😀

  jújú en sakna þess samt…

 3. 3 Jón Hafsteinn 2011-11-18 kl. 09:50

  Ég átti sjálfsagt eitthvað af þessu þar sem ég var að grúska í gömlum archives, en þó alveg örugglega ekki 400 sinnum! Ég er nefnilega sammála þér, ég sakna bloggsins. Miklu skemmtilegra en Facebook ógeðið. Ég hef svo sem gert nokkrar tilraunir til að draga sjálfan mig í gang aftur en lítið gengið enn sem komið er.

  Ég mun a.m.k. lesa og kommenta á meðan eitthvað er skrifað hér. 🙂

 4. 4 hildigunnur 2011-11-18 kl. 12:00

  Jón Hafsteinn, haha ókei – en sammála, þú hefðir þurft að vera allan daginn að endurhlaða…

  Já, bloggið var góður tími, ég notaði mér það líka oft til að rifja upp hvað við vorum að gera á einhverjum ákveðnum tíma. Facebook er gersamlega vonlaust í þeim efnum, Hallveig systir þurfti til dæmis um daginn illilega á því að halda að muna hvað hún hafði gert ákveðinn dag – held hún hafi verið hátt í tvo tíma (iirc) að smella á Older posts.

 5. 5 Jón Hafsteinn 2011-11-18 kl. 12:10

  Það er einmitt ekkert mál að finna nákvæmar dagsetningar á stærri atburðum út frá gömlum blog archives, nokkuð sem ég hef oft nýtt mér! 🙂

 6. 6 hildigunnur 2011-11-18 kl. 12:18

  sama hér – ég reddaði mér til dæmis einu sinni algerlega, var að gera ársreikning fyrir Hljómeyki og fann þá bankagreiðslu af reikningi kórsins yfir á sjálfa mig. Dularfulla upphæð (41.318 eða álíka fáránlegt, allavega rúmlega 40k). Mundi ekkert hvað þetta gat verið, fann enga kvittun, ekki neitt. Þar til að ég fletti á blogginu og sá að ég hafði verið i París þegar færslan var framkvæmd og fattaði þá að ég hafði lagt út fyrir leigu á kirkjunni sem kórinn átti að syngja í, einni og hálfri viku seinna. Mér leið bara alls ekki vel að sjá millifærslu á sjálfa mig…

 7. 7 Bjorn 2011-11-18 kl. 14:32

  Ég læðist oft upp á háaloft
  til að hnýsast í gömul blöð
  þegar sit ég einn koma upp minningar…

 8. 8 Jón Hafsteinn 2011-11-18 kl. 22:58

  Og til að það sé hægt er tilvalið að halda bloggsíðunum lifandi. Ekki notar maður Facebook í svona nostalgíu…

 9. 9 Solla amma 2011-11-18 kl. 23:53

  Bloggið lengi lifi með kærri kveðju. Guðlaug Hestnes

 10. 10 ella 2011-11-19 kl. 01:09

  Ég man eftir þessari Parísarfærslu 🙂

 11. 11 Jón Hafsteinn 2011-11-19 kl. 14:18

  Enda var að sjálfsögðu bloggað um leitina að skýringunni (sem var svo á blogginu). Svona á þetta að vera!

 12. 12 hildigunnur 2011-11-19 kl. 14:23

  jebb, blogg sem bítur í skottið á sér 😀

 13. 13 Jón Hafsteinn 2011-11-21 kl. 12:48

  Er það ekki annars aðalkostur bloggsins? Ekki aðeins getur það bitið í skottið á sér á þennan hátt heldur búa komment við bloggfærslur til fleiri færslur og lestur á öðrum bloggum. Kerfið viðheldur sjálfu sér svo lengi sem nógu margir eru aktívir.

 14. 14 hildigunnur 2011-11-21 kl. 12:56

  einmitt – verst að það eru svo margir bloggrisar hættir 😦

 15. 15 Jón Hafsteinn 2011-11-21 kl. 15:10

  Þá rífum við það bara upp aftur ikk’?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: