þegar stóráfangar eru búnir – stráksi kláraði grunnprófið sitt á víóluna í morgun. Ég var því miður að kenna í LHÍ og gat ekki fylgt honum en pabbi hans er nú betri en enginn og reddaði málinu (vá hvað þetta hljómaði annars rembulega eitthvað – eins og pabbinn sé eitthvað verri að fylgja en ég, aðallega mér sem fannst ómögulegt að vera ekki með, frekar en að Finnur tapaði einhverju). Svo sem ekki eins og foreldrar fái að vera inni í prófinu.
Skólastjórinn og kennarinn hans voru ógurlega ánægðar með hann. Nú er ég síðan viss um að hann tekur ekki upp hljóðfærið í nokkra daga ef ég þekki hann rétt…
Hér vídjó frá undirbúningsrennsli:
Bach gavotta í gé moll – Finnur Jónsson víóluleikari og Ásta Haraldsdóttir píanóleikari
og hér er valverkefnið – lag sem hann samdi alveg sjálfur en mamman hjálpaði svolítið með píanópartinn:
Nýlegar athugasemdir