kvartanir, kvartanir

Yfir því hefur verið kvartað að þessi bloggsíða sé eyðileg og tómleg og viðurkennir höfundur það fúslega að hér gerist ekki margt.

Það er ekki vegna þess að það gerist ekkert í lífinu. Þar gerist alveg slatti. Síðast í gær sótti ég um stóran styrk til Tónlistarsjóðs, er að vonast til að geta kynnt Guðbrandsmessuna mína, besta verkið mitt hingað til imnsho í útlöndum. Finnst það eiga það skilið. Svo er stóra stelpan mín búin að syngja á 7 stykkjum Bjarkartónleikum, þar af hef ég farið á tvenna, ekkert stolt mamma neineinei (lygi auðvitað, hvað haldið þið?). Stefnt á New York í febrúar ef atvinnuleyfi fæst fyrir hópinn.

Smíðar á næsta tónverki mjakast áfram, búin að skila rúmum 5 mínútum af 20 slíkum, 4 mínútna kafli til viðbótar mjög langt kominn, annar líka á leiðinni. Spennandi, alltaf spennandi. Í dag var haft samband út af orgelverki í viðbót. Spurning hvenær tími fæst í slíkt.

Guttinn minn var góður við mömmu sína í gær, eitt uppáhaldsfaganna hans í skólanum er heimilisfræði. Hann eldaði spakettí carbonara, óvenjulega útgáfu með kjúklingabitum í viðbót við beikonið. Stóð þarna í skólaeldhúsinu og horfði á matinn, svo mikið var afgangs að hann hefði aldrei getað torgað því öllu sjálfur og hugsaði – já til mömmu sinnar. Fékk tvo þunna plastpoka, setti annan ofan í hinn og pastað í þann innri og tölti heim til að gefa mér hádegismat. Þessi elska.

Nóg í bili, lofa að láta ekki líða svona voðalega langt þar til næst…

5 Responses to “kvartanir, kvartanir”


  1. 1 ella 2011-11-2 kl. 00:37

    Gott að hitta þig hér á ný.

  2. 2 Frú Sigurbjörg 2011-11-3 kl. 07:22

    Hlýtur að hafa verið með betri spakettí carbonara… yndislegt.

  3. 3 hildigunnur 2011-11-3 kl. 12:07

    Besta sem ég hef smakkað 🙂 Ella, takk 🙂

  4. 4 Guðlaug Hestnes 2011-11-5 kl. 21:17

    Gott að sjá skrif frá þér, og guttinn góður með kærri kveðju.

  5. 5 hildigunnur 2011-11-7 kl. 09:45

    Gulla sömuleiðis – og gott að frétta af því að vel gengur!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

nóvember 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: