yfirhæp

Stundum

eru hlutir skemmdir með því að hrósa þeim í topp.

Oft

efast maður fyrirfram um að slíkt hrós eigi rétt á sér.

En það er engu logið á Gustavo Dudamel. Það er ástæða fyrir því að hann er stjarna, það er ástæða fyrir því að hann var valinn einn 100 áhrifamestu í heimi af Time magazine.

Á tónleikunum í kvöld var ekki nóg með að hann hefði tónlistina og hljómsveitina undir fingrunum heldur hafði hann salinn fullkomlega á sínu valdi. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins og hef ég þó setið ansi marga tónleika hjá frægu og flottu tónlistarfólki. Meira að segja var íslenski tónleikahóstinn varla til staðar.

Kórónaði síðan allt saman með að vera ótrúlega laus við stjörnustæla, lét hljómsveitina njóta klappsins, fór svo langt inn í sveitina undir klappi að blómastúlka Hörpu fann hann ekki fyrr en henni var bent á hann.

Takk fyrir mig, Dudamel og Gautaborg – ég hefði helst viljað halda áfram að hlusta í alla nótt.

6 Responses to “yfirhæp”


 1. 1 hildigunnur 2011-09-18 kl. 22:58

  Og Harpa skemmdi sko ekki fyrir! Ég heyrði hluti í sinfóníunni sem ég hef aldrei heyrt áður, þó svo ég hafi marghlustað á hana í fínum heyrnartólum.

 2. 2 baun 2011-09-18 kl. 23:23

  Frábærir tónleikar, ég var yfir mig hrifin!

 3. 3 vinur 2011-09-23 kl. 00:49

  Og ég bíð… tekst á næstu vikum. Hlakka til. Gulla Hestnes

 4. 4 ella 2011-10-28 kl. 14:49

  Er þetta dáið? 😦

 5. 5 hildigunnur 2011-10-28 kl. 14:54

  Ekki opinberlega en ég er orðin mjög löt við að blogga. Því miður 😦

 6. 6 Frú Sigurbjörg 2011-10-29 kl. 12:54

  Já, það er miður. Ég er alveg að yfirhæpa á þessu yfirhæpi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

september 2011
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: