ég er ekki viss um

að Íslendingar séu þvílíkir þumbar og dónar eins og af er látið.

Hún Sylvia, vinkona mín, myndlistarkona og ljóðskáld með meiru er með sýningu í Galleríi Ófeigi þessa dagana. Hún kom til okkar í mat í kvöld og meðal ótalmargs annars sem við ræddum um var viðmót.

Hún er búin að vera hér í um mánuð. Með sýningu á Skólavörðustíg. Er búin að dreifa fleiri hundruð miðum með smá plöggi á myndlistarsýningu og staðsetningu. Viðtökurnar: Jú, Íslendingar taka við, brosa, horfa í augun á henni. Koma svo eða koma ekki á sýninguna, skiptir minna máli. Bandarískir túristar, svipað. Evrópskir túristar: Horft með fyrirlitningarsvip, annað hvort sópað burtu eða tekið við spjaldi og hent á götuna.

Auðvitað eru þetta alhæfingar og ekki algilt en samkvæmt henni er munurinn of mikill og greinilegur til að það sé bara tilviljun.

Mér fannst ekkert vont að heyra þetta – kannski eigum við ennþá séns!?

1 Response to “ég er ekki viss um”


  1. 1 Guðlaug Hestnes 2011-09-1 kl. 05:13

    Ég er viss um að við Íslendingar erum ekki dónar eða seinteknir. Ef þú ert „nice“ þá eru allir eins í kringum þig. Kær kveðja í bæinn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

ágúst 2011
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: