Sarpur fyrir 27. ágúst, 2011

ég er ekki viss um

að Íslendingar séu þvílíkir þumbar og dónar eins og af er látið.

Hún Sylvia, vinkona mín, myndlistarkona og ljóðskáld með meiru er með sýningu í Galleríi Ófeigi þessa dagana. Hún kom til okkar í mat í kvöld og meðal ótalmargs annars sem við ræddum um var viðmót.

Hún er búin að vera hér í um mánuð. Með sýningu á Skólavörðustíg. Er búin að dreifa fleiri hundruð miðum með smá plöggi á myndlistarsýningu og staðsetningu. Viðtökurnar: Jú, Íslendingar taka við, brosa, horfa í augun á henni. Koma svo eða koma ekki á sýninguna, skiptir minna máli. Bandarískir túristar, svipað. Evrópskir túristar: Horft með fyrirlitningarsvip, annað hvort sópað burtu eða tekið við spjaldi og hent á götuna.

Auðvitað eru þetta alhæfingar og ekki algilt en samkvæmt henni er munurinn of mikill og greinilegur til að það sé bara tilviljun.

Mér fannst ekkert vont að heyra þetta – kannski eigum við ennþá séns!?


bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

ágúst 2011
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa