krítík

Maður er nánast alveg hættur að fá gagnrýnendur á tónleika hjá sér, sjávarútvegs„aðallinn“ sem heldur Morgunblaðinu uppi með valdi hefur væntanlega lítinn áhuga á menningu og listum og ég veit ekki hvað Jónas Sen fær að fara á marga tónleika á vegum Fréttablaðsins, ekki sérlega marga. Helgi Jóns fer á tvenna til þrenna í viku, við vorum svo heppin í Hljómeyki að okkar tónleikar voru einir þeirra sem hann fór á hér fyrir nokkrum vikum. Umfjöllun hans má heyra hér: Schnittke umfjöllun

Hins vegar fékk ég skemmtilegt bréf inn um raflúguna í morgun frá gagnrýnanda Moggans:

Sæl Hildigunnur.

Frumheyrði stykki í RÚV 1 fyrripartinn í dag sem kom mér hressilega á óvart.
Ekki fyrir „nie erhörte Klänge“ né „gjörnýtingu á möguleikum hljóðfærisins“
heldur heillandi ferskleika og skemmtilega samtvinnun í anda þeirrar
millimúsíkur sem brúar bezt gjána milli popps og framúrstefnu.

Það var fyrir kvennakór og selló, og reyndist í afkynningu vera eftir þig –
hvað kom mér enn meir á óvart! Að vísu afspyrnuvel flutt (Graduale Nobili
og Bryndís Halla). En mér er sama. Verkið kom þrælskemmtilega út; heiðtært
og gáskafullt í senn.

Það vantar meira af svona lögðu hér, ef ný tónlist á að komast aftur inn á heilbrigða
þróunarbraut, burt frá steingeldum akademisma í frjótt jarðsamband við
venjulega hlustendur.

Bravó!

Með hvatningarkveðju,
SMNV,
RÖP

Fékk góðfúslegt leyfi til að birta bréfið hér, takk fyrir það. Ekki leiðinleg sending atarna.

4 Responses to “krítík”


  1. 1 ella 2011-06-27 kl. 14:42

    Gaman! Það er ósköp gott að fá að vita það stundum að maður sé að gera góða hluti.

  2. 3 vinur 2011-06-27 kl. 22:16

    Flott krítík. Veit ekki til þess að RÖP skrifi neitt nema að geta staðið við það, en háfleygur er hann í orðavali. Kær í bæinn. Guðlaug Hestnes

  3. 4 Eyja 2011-06-29 kl. 16:33

    Frábært. Nú langar mig að heyra verkið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

júní 2011
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: