já börnin manns eru víst að fullorðnast, eiginlega hraðar en ég vildi.
Fífa og kórinn hennar eru farin til Manchester að halda tónleika með Björk og bandi, sjá hér. Fór á generalprufuna hér heima um daginn og þetta verður gríðarlega flott, reyndar eiginlega aðgengilegasta músík frá Björk í talsverðan tíma, ég upplifði þetta sem einhvers konar punkt sem músíkin hennar síðastliðin ár safnast í.
Nokkrir tónleikar úti, síðan verða vonandi tónleikar hér í haust og svo getur verið að þær fái að fara með í framhaldstúrinn, þar verða New York, Ríó, Róm og Japan ef ég man rétt. Á allt samt eftir að koma í ljós.
Allavega er stóra barnið mitt komið í atvinnumannapakkann, verður núna burtu í heilan mánuð. Tómlegt hér heima en mikið hrikalega held ég að þetta verði gaman hjá þeim.
Þetta er áfangi. Hjá ykkur báðum.
Minnir mig á world youth choir ævintýrið okkar systkina þinna. Þetta er svo skemmtilegt líf…
Ella ójá!
Þorbjörn, nákvæmlega – mér þykir enn leitt að hafa verið orðin of gömul þegar WYC byrjaði 🙂
Vá, þetta er mjög fullorðins. Fyrir þig líka, sko. Ætlar Björk nokkuð að dissa París?
París – hreinlega veit það ekki, held ekki að ég hafi heyrt minnst á það í þessari ferð. Jamm, fullorðins sko 😮
Vá – en spennandi! Frábært fyrir hana – og mikill áfangi fyrir foreldrana líka.
Flott hjá Fífu! Mikið rosalega hlýtur þetta að vera skemmtilegt.
já þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt fyrir þær 🙂