fullorðnast

já börnin manns eru víst að fullorðnast, eiginlega hraðar en ég vildi.

Fífa og kórinn hennar eru farin til Manchester að halda tónleika með Björk og bandi, sjá hér. Fór á generalprufuna hér heima um daginn og þetta verður gríðarlega flott, reyndar eiginlega aðgengilegasta músík frá Björk í talsverðan tíma, ég upplifði þetta sem einhvers konar punkt sem músíkin hennar síðastliðin ár safnast í.

Nokkrir tónleikar úti, síðan verða vonandi tónleikar hér í haust og svo getur verið að þær fái að fara með í framhaldstúrinn, þar verða New York, Ríó, Róm og Japan ef ég man rétt. Á allt samt eftir að koma í ljós.

Allavega er stóra barnið mitt komið í atvinnumannapakkann, verður núna burtu í heilan mánuð. Tómlegt hér heima en mikið hrikalega held ég að þetta verði gaman hjá þeim.

8 Responses to “fullorðnast”


 1. 1 ella 2011-06-21 kl. 09:51

  Þetta er áfangi. Hjá ykkur báðum.

 2. 2 Þorbjörn 2011-06-21 kl. 10:50

  Minnir mig á world youth choir ævintýrið okkar systkina þinna. Þetta er svo skemmtilegt líf…

 3. 3 hildigunnur 2011-06-21 kl. 13:32

  Ella ójá!

  Þorbjörn, nákvæmlega – mér þykir enn leitt að hafa verið orðin of gömul þegar WYC byrjaði 🙂

 4. 4 parisardaman 2011-06-21 kl. 13:50

  Vá, þetta er mjög fullorðins. Fyrir þig líka, sko. Ætlar Björk nokkuð að dissa París?

 5. 5 hildigunnur 2011-06-21 kl. 13:55

  París – hreinlega veit það ekki, held ekki að ég hafi heyrt minnst á það í þessari ferð. Jamm, fullorðins sko 😮

 6. 6 Harpa Jónsdóttir 2011-06-21 kl. 22:19

  Vá – en spennandi! Frábært fyrir hana – og mikill áfangi fyrir foreldrana líka.

 7. 7 baun 2011-06-24 kl. 07:43

  Flott hjá Fífu! Mikið rosalega hlýtur þetta að vera skemmtilegt.

 8. 8 hildigunnur 2011-06-25 kl. 11:32

  já þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt fyrir þær 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.556 heimsóknir

dagatal

júní 2011
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: