meiri rauð ljós

Röflaði fyrir nokkrum vikum um fólk sem keyrði yfir á rauðu ljósi bara sisvona. Ekki hjálpaði röflið svo sem, mér finnst þetta ekkert vera að skána. Slæmt, en ennþá verra sá ég í fyrradag og svo aftur í dag.

Sat í bílnum mínum á rauðu ljósi á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar, og sé allt í einu tvo litla gutta, á að giska fimm eða sex ára. Ekki fóru þeir nú mikið eftir ljósinu, ruku á hlaupahjólunum sínum beint yfir á rauðu, bíll var að fara yfir á grænu og snarnegldi niður. Ekki munaði miklu að hann færi á þá. Guttarnir voru snöggir að hverfa, ég keyrði síðan á eftir bílnum og bílstjórinn var greinilega í sjokki, gaf stefnuljós í eina átt og beygði síðan í aðra, sá síðan að hann stöðvaði bílinn, væntanlega til að jafna sig.

Þakkaði fyrir að ekki fór verr.

Nema hvað, í dag var ég nýbúin að keyra dótturina á æfingu í Langholtskirkju (fyrri daginn var ég að sækja hana), sit aftur á rauðu ljósi á nákvæmlega sama stað. Koma ekki aftur tveir litlir, veit ekki hvort það voru þeir sömu, yfir Langholtsveginn á rauðu, small yfir á rautt á gönguljósinu mín megin og grænt hjá mér – og þeir beint fyrir mig! Vildi til að ég var með opin augun, ekki síst vegna fyrra atviksins, og var ekki farin af stað! Flautaði á þá, þegar þeir voru farnir yfir og hristi framan í þá vísifingur – hefði auðvitað átt að reyna að stoppa bílinn og tala við þá en gerði það reyndar ekki, enda þegar ég hefði verið búin að finna stæði hefðu þeir væntanlega verið horfnir.

Ef lesendur hér búa í Langholtshverfi og eiga lítinn strákling á þessum aldri, VINSAMLEGAST athuga að hann fari eftir ljósinu. Og auðvitað að líta í kring um sig jafnvel þó það sé grænt!

5 Responses to “meiri rauð ljós”


 1. 1 sylvia hikins 2011-05-26 kl. 17:52

  Children must be told and taught but they are inexperienced and often have lapses of concentration. I think a major problem everywhere in the world where there are motorists is the speed that cars travel at. Speed limits are set for a reason. If you hit a pedestrian at 30 miles per hour (not sure what that is in kilometers) they are likely to survive. If you hit them at 35 miles per hour you will probably kill them. So motorists need to be in less of a hurry and stick to the speed limits. What happens to motorists in Iceland if they are caught speeding? Do they have penalty points of their driving licence? Do you have speed cameras at dangerous places on the road so that speeding motorists can be caught on camera? Many motorists hate speed cameras in the UK but they are very effective in built up areas to keep the speed of cars down and therefore make it safer for pedestrians.

 2. 2 hildigunnur 2011-05-26 kl. 20:42

  Sylvia I know – this car wasn’t driving fast at all, def no more than the speed limit and it was on a green light, the children ran straight in front of it on a red walking light. Fortunately he could stop.

  We do have some speed cameras but not many and mostly not in very populated areas actually, rather more in the country (but that is where most people get killed, it’s actually rather rare that a pedestrian gets killed in traffic).

  There are quite a few „red light cameras“ in town but they only take cars of course and this car wasn’t running a red so that’s not really an issue here.

  Yes people get penalty points of their licence when driving too fast and when running red lights.

 3. 3 Harpa Jónsdóttir 2011-05-27 kl. 14:52

  „Sveita“drengurinn minn segir um höfuðborgarkrakkana sem hann þekkir að: „ef það sé gult það labba þau, ef það sé rautt þá hlaupa þau.“ „Ef það sé-ið“ er grín, ekki hitt…

 4. 4 hildigunnur 2011-05-28 kl. 02:47

  Harpa já það sé svolítið þannig :þ

  Ég skil pakkann alveg – ef það er enginn bíll að koma þegar er rautt ljós. Ég labba sjálf stundum yfir á rauðu ef gatan er marauð (samt aldrei ef ég sé barn að fylgjast með ljósinu einhvers staðar, til að setja ekki slæmt fordæmi). Búandi í miðborginni sé ég samt allt of oft fólk labba í rólegheitunum yfir gatnamót gegn rauðu ljósi og horfa ekki einu sinni til hliðar til að athuga hvort það sé mögulega að koma bíll yfir á grænu. Bíð bara eftir að þurfa að snarstoppa og hoppa út úr bílnum og hringja á 112 á sjúkrabíl, held mér við í hjálp í viðlögum – ég er svo viðbúin öllu að ég er ekki sérlega hrædd við að keyra sjálf á neinn nema auðvitað ef einhver hleypur út milli kyrrstæðra bíla, þá er voða lítið sem maður getur gert…

 5. 5 Kristín Björg 2011-06-1 kl. 08:54

  Áhugaverð lesning Hildigunnur. Eitt af vorverkunum hjá mér er að fara á leikskóla og kenna elstu krökkunum. Nú í vor hef ég farið í tæplega þrjátíu heimsóknir og kennt börnum af u.þ.b. 50 leikskólum. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og krakkarnir áhugasamir nemendur. Og er mikið í mun að gera allt rétt. Og kunna allar reglur frá A til Ö. En þegar á hólminn er komið þá gleyma þau sér og eins og í þessu tilfelli sjá bara gangstéttina hinumegin. Ég veit nákvæmlega hvaða gatnamót þú meinar – keyri þarna um daglega. Og mér blöskrar oft hversu ung börnin eru sem eru þarna ein á ferð. Á þessari miklu umferðargötu. Þarna er 50 km hámarkshraði og mikil umferð og ungir krakkar eiga ekki að vera þarna ein á hjólum og hlaupahjólum. Ég var einmitt að tala um þetta við unglinginn minn í gær sem er í æfingaakstri – það er eins gott að viðbragðið hjá manni sé í lagi því út um allt er fólk á hjólum og það verður því miður að segjast eins og er að margt hjólreiðafólk heldur sig mega fara yfir á rauðu og brjóta allar þær reglur sem ökumenn bifreiða eru sektaðir fyrir. Keyra varlega, vera vakandi og búast við hverju sem er. Það er mitt mottó!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

maí 2011
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: